NBA í nótt: Chicago óstöðvandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2011 11:00 Rose var öflugur í nótt, eins og svo oft áður. Mynd/AP Fátt virðist geta stöðvað Chicago Bulls þessa dagana en liðið vann í nótt afar sannfærandi sigur á Utah Jazz, 118-100. Chicago hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum og er aðeins hársbreidd frá Boston sem enn situr í toppsæti Austurdeildarinnar. Derrick Rose og Luol Deng voru báðir með 26 stig í leiknum í nótt en Chicago náði 20 stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Rose skoraði þá sautján stig. Chicago setti einnig félagsmet í nótt með því að setja niður átján þriggja stiga mót í leiknum. Það er ekki síst merkilegt afrek í ljósi sögu liðsins en gömlu hetjurnar Michael Jordan og Scottie Pippen voru báðir í stúkunni í nótt. „Við gerum okkur vel grein fyrir því hversu merkilegt afrek það er," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago.Gamla meistaraliðið.Mynd/AP20 ár eru liðin síðan að félagið vann sinn fyrsta meistaratitil og því voru þeir Jordan og Pippen viðstaddir leikinn ásamt öðrum leikmönnum og þjálfurum úr þessu fyrsta meistaraliði félagsins. „Við eigum enn langt í land með að ná þeim en við erum að gera okkar allra besta," sagði Deng sem var með sjö fráköst, sex stoðsendingar og þrjá stolna bolta í leiknum. Al Jefferson var með 33 stig og átján fráköst fyrir Utah en það dugði ekki til. LA Lakers vann Dallas, 96-91, í toppslag í Vesturdeildinni. Kobe Bryant var tæpur vegna ökklameiðsla en náði að spila og skora sextán stig í leiknum. San Anotnio vann Houston, 115-108. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir San Antonio sem er með bestan árangur allra liða í deildinni. Miami vann Memphis, 118-85. Dwyane Wade gaf tóninn með því að verja fjögur skot á aðeins 55 sekúndna kafla í upphafi leiksins. Varnarleikur Miami var frábær í leiknum en Wade skoraði alls 28 stig og var með fimm fráköst. LeBron James ksoraði 27 stig og Chris Bosh átján. Denver vann Detroit, 131-101. JR Smith skoraði 31 stig, þar af 26 í síðari hálfleik. New Orleans vann Sacramento, 115-103. Chris Paul lék á ný með liðinu í nótt eftir heilahristing og hélt upp á það með því að skora 33 stig auk þess sem hann gaf fimmtán stoðsendingar og tók sjö fráköst. Atlanta vann Portland, 91-82. Jeff Teague skoraði 25 stig og Jamal Crawford 20. LA Clippers vann Washington, 122-101. Blake Griffin skoraði 26 stig, öll í fyrri hálfleik. Milwaukee vann Philadelphia, 102-74. Andrew Bogut skoraði sautján stig fyrir Milwaukee. Körfubolti Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Chicago Bulls þessa dagana en liðið vann í nótt afar sannfærandi sigur á Utah Jazz, 118-100. Chicago hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum og er aðeins hársbreidd frá Boston sem enn situr í toppsæti Austurdeildarinnar. Derrick Rose og Luol Deng voru báðir með 26 stig í leiknum í nótt en Chicago náði 20 stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Rose skoraði þá sautján stig. Chicago setti einnig félagsmet í nótt með því að setja niður átján þriggja stiga mót í leiknum. Það er ekki síst merkilegt afrek í ljósi sögu liðsins en gömlu hetjurnar Michael Jordan og Scottie Pippen voru báðir í stúkunni í nótt. „Við gerum okkur vel grein fyrir því hversu merkilegt afrek það er," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago.Gamla meistaraliðið.Mynd/AP20 ár eru liðin síðan að félagið vann sinn fyrsta meistaratitil og því voru þeir Jordan og Pippen viðstaddir leikinn ásamt öðrum leikmönnum og þjálfurum úr þessu fyrsta meistaraliði félagsins. „Við eigum enn langt í land með að ná þeim en við erum að gera okkar allra besta," sagði Deng sem var með sjö fráköst, sex stoðsendingar og þrjá stolna bolta í leiknum. Al Jefferson var með 33 stig og átján fráköst fyrir Utah en það dugði ekki til. LA Lakers vann Dallas, 96-91, í toppslag í Vesturdeildinni. Kobe Bryant var tæpur vegna ökklameiðsla en náði að spila og skora sextán stig í leiknum. San Anotnio vann Houston, 115-108. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir San Antonio sem er með bestan árangur allra liða í deildinni. Miami vann Memphis, 118-85. Dwyane Wade gaf tóninn með því að verja fjögur skot á aðeins 55 sekúndna kafla í upphafi leiksins. Varnarleikur Miami var frábær í leiknum en Wade skoraði alls 28 stig og var með fimm fráköst. LeBron James ksoraði 27 stig og Chris Bosh átján. Denver vann Detroit, 131-101. JR Smith skoraði 31 stig, þar af 26 í síðari hálfleik. New Orleans vann Sacramento, 115-103. Chris Paul lék á ný með liðinu í nótt eftir heilahristing og hélt upp á það með því að skora 33 stig auk þess sem hann gaf fimmtán stoðsendingar og tók sjö fráköst. Atlanta vann Portland, 91-82. Jeff Teague skoraði 25 stig og Jamal Crawford 20. LA Clippers vann Washington, 122-101. Blake Griffin skoraði 26 stig, öll í fyrri hálfleik. Milwaukee vann Philadelphia, 102-74. Andrew Bogut skoraði sautján stig fyrir Milwaukee.
Körfubolti Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Sjá meira