Auðlindir Reykjanesbæjar teknar upp í skattaskuld 11. nóvember 2011 09:00 Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Kaupin eru sögð liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að vinda ofan af eignarhaldi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Með kaupunum eignast ríkið allar þær auðlindir sem HS Orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið leigir orkulindirnar og greiðir fyrir þær auðlindagjald. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna, en um 70 prósent þess, 900 milljónir króna, eru í formi niðurfellingar skuldar Reykjanesbæjar við ríkissjóð. Stærstur hluti kaupverðsins fer því í að borga upp skattaskuld bæjarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir kaupin setja Magma-málið í allt annað samhengi. „Það má líta á það þannig að við séum komin bakdyramegin inn aftur. Við erum aftur komin með tök á því máli, þó að það hafi þurft að gerast með þessum leiðinlega hætti fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Skattaskuldum er létt af þeim en þeir missa þessar auðlindir." Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, vildi ekki tjá sig beint um þessi kaup. „Almennt séð hjálpar allt sem lýtur að því að ná orkuauðlindum í almannaeign til þess að vinda ofan af einkavæðingunni. Það er jú yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar." Reykjanesvirkjun er nú 100 megavött og er áætlað að stækka hana um 40 til 50 megavött. Virkjunin hefur starfsleyfi fyrir allt að 180 MW. Skrifað verður undir kaupsamning í dag.- kóp Fréttir Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Kaupin eru sögð liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að vinda ofan af eignarhaldi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Með kaupunum eignast ríkið allar þær auðlindir sem HS Orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið leigir orkulindirnar og greiðir fyrir þær auðlindagjald. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna, en um 70 prósent þess, 900 milljónir króna, eru í formi niðurfellingar skuldar Reykjanesbæjar við ríkissjóð. Stærstur hluti kaupverðsins fer því í að borga upp skattaskuld bæjarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir kaupin setja Magma-málið í allt annað samhengi. „Það má líta á það þannig að við séum komin bakdyramegin inn aftur. Við erum aftur komin með tök á því máli, þó að það hafi þurft að gerast með þessum leiðinlega hætti fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Skattaskuldum er létt af þeim en þeir missa þessar auðlindir." Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, vildi ekki tjá sig beint um þessi kaup. „Almennt séð hjálpar allt sem lýtur að því að ná orkuauðlindum í almannaeign til þess að vinda ofan af einkavæðingunni. Það er jú yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar." Reykjanesvirkjun er nú 100 megavött og er áætlað að stækka hana um 40 til 50 megavött. Virkjunin hefur starfsleyfi fyrir allt að 180 MW. Skrifað verður undir kaupsamning í dag.- kóp
Fréttir Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent