Handbolti

Kári Kristján skoraði átta mörk í sigurleik | Kiel enn á sigurbraut

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Kári Kristján skoraði átta í kvöld.
Kári Kristján skoraði átta í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Kári Kristján Kristjánsson fór mikinn þegar að Wetzlar vann góðan sigur á Gummersbach á heimavelli, 35-27. Kári Kristján skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur sinna manna.

Þá vann Kiel sinn sautjánda sigur í jafn mörgum leikjum á tímabilinu þegar að liðið mætti botnliði Eintracht Hildesheim. Sigur Kiel var öruggur en lokatölur voru 32-23. Aron Pálmarsson var ekki á meðal markaskorara Kiel í leiknum.

Rhein-Neckar Löwen vann sigur á nýliðum Hüttenberg, 30-26. Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen en þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson.

Sverre Jakobsson var á sínum stað í vörn Grosswallstadt sem vann góðan sigur á Göppingen, 23-21.

Þá komust Íslendingarnir þrír hjá Hannover-Burgdorf allir á blað er liðið tapaði fyrir Flensburg á heimavelli, 31-29. Hannes Jón Jónsson skoraði fimm mörk, Vignir Svavarsson þrjú og Ásgeir Örn Hallgrímsson eitt.

Kiel er með 34 stig á toppi deildarinnar sem fyrr segir, Löwen er í fimmta sætinu með 23 stig, Wetzlar í ellefta sæti með fjórtán stig, Grosswallstadt í þrettánda sæti með þrettán stig og Hannover-Burgdorf í því fjórtánda með tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×