Handbolti

Füchse Berlin vann þýsku meistarana - Alexander með 6 mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin eru áfram með fullt hús í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 26-25 sigur á Þýskalandsmeisturum HSV Hamburg í kvöld. Füchse Berlin hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er á toppnum en THW Kiel, Rhein-Neckar Löwen og MT Melsungen eru öll búin að vinna báða sína leiki.

Króatinn Ivan Nincevic skoraði sigurmark Füchse Berlin tæpri mínútu fyrir leikslok en það var sjöunda mark hans í leiknum. Alexander Petersson skoraði 6 mörk úr 10 skotum fyrir Füchse og átti flottan leik.

Hans Lindberg var markahæstur hjá Hamburg með 11 mörk og Domagoj Duvnjak skoraði fimm mörk. HSV Hamburg hefur því tapað fyrir bæði Füchse Berlin og Kiel (Meistarakeppnin) í upphafi tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×