Undirbúningur að sölu Iceland kominn á fullt skrið 14. mars 2011 07:39 Undirbúningur að sölunni á Iceland Food verslunarkeðjunni í Bretlandi er nú kominn á fullt skrið. Talið er að skilanefnd Landsbankans vilji selja keðjuna fyrir árslok. Fjallað er um málið í blaðinu Telegraph í dag. Þar segir að stjórnendur Iceland, undir forystu forstjórans Malcolm Walker, séu nú að yfirfara bókhaldið yfir rekstruinn til að liðka til fyrir söluferlinu. Meðal þess sem stjórnendurnir hafa gert er að færa 286 milljónir punda eða um 53 milljarða króna frá hliðarfélagi og inn í móðurfélagið í nokkuð flóknum gerningi ásamt endurskipulagningu á þremur ólíkum eignarhaldsfélögum. Af þessari upphæð á svo að greiða 100 milljónir punda í arð til eigenda Icesave en skilanefnd Landsbankans heldur á um 66% hlut, skilanefnd Glitnis á 10% og Walker og stjórnendur keðjunnar eiga um 24%. Þá segir í Telegraph að um 3% eignarhlutur í Iceland hafi nýlega verið afhentur millistjórnendum keðjunnar en þetta var hluti af kaupaukasamningi við þá. Hvað hugsanlega kaupendur varðar segir í Telegraph að enn sé Malcolm Walker talinn líklegastur en hann bauð milljarð punda í Iceland í fyrra. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Undirbúningur að sölunni á Iceland Food verslunarkeðjunni í Bretlandi er nú kominn á fullt skrið. Talið er að skilanefnd Landsbankans vilji selja keðjuna fyrir árslok. Fjallað er um málið í blaðinu Telegraph í dag. Þar segir að stjórnendur Iceland, undir forystu forstjórans Malcolm Walker, séu nú að yfirfara bókhaldið yfir rekstruinn til að liðka til fyrir söluferlinu. Meðal þess sem stjórnendurnir hafa gert er að færa 286 milljónir punda eða um 53 milljarða króna frá hliðarfélagi og inn í móðurfélagið í nokkuð flóknum gerningi ásamt endurskipulagningu á þremur ólíkum eignarhaldsfélögum. Af þessari upphæð á svo að greiða 100 milljónir punda í arð til eigenda Icesave en skilanefnd Landsbankans heldur á um 66% hlut, skilanefnd Glitnis á 10% og Walker og stjórnendur keðjunnar eiga um 24%. Þá segir í Telegraph að um 3% eignarhlutur í Iceland hafi nýlega verið afhentur millistjórnendum keðjunnar en þetta var hluti af kaupaukasamningi við þá. Hvað hugsanlega kaupendur varðar segir í Telegraph að enn sé Malcolm Walker talinn líklegastur en hann bauð milljarð punda í Iceland í fyrra.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira