Handbolti

Neagu og Jicha bestu leikmennirnir í handboltanum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Filip Jicha frá Tékklandi
Filip Jicha frá Tékklandi Nordic Photos/Getty Images

Cristina Neagu frá Rúmeníu er handboltakona ársins 2010 og Filip Jicha frá Tékklandi er handboltamaður ársins 2010. Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, greindi frá úrslitum kjörsins í dag á fundi með fréttamönnum í Gautaborg í Svíþjóð.

Þetta er í fyrsta sinn sem Neagu og Jicha fá þessa viðurkenningu.

Þeir sem standa að kjörinu eru nefnd á vegum IHF en í henni eru ýmsir sérfræðingar. Blaðamenn taka einnig þátt í kjörinu og einnig var hægt að kjósa á vef IHF.

Cristina Neagu frá Rúmeníu.AFP

Neagu fékk 25% atkvæða og var rétt fyrir ofan Katrine Lunde-Haraldsen frá Noregi sem varð önnur í kjörinu í kvennaflokknum. Jicha fékk 31% atkvæða og Nikola Karabatic frá Frakklandi varð annar í karlaflokknum með 28% atkvæða.

Úrslit í kvennaflokknum:

1. Cristina Neagu (Rúmení, 25%)

2. Katrine Lunde-Haraldsen (Noregur, 23%)

3. Bojana Popovic (Svartfjallaland,19%)

4. Grit Jurack (Þýskaland 17%)

5. Liudmila Postnova (Rússland 16%)

Úrslit í karlaflokknum:

1. Filip Jicha (Tékkland, 31%)

2. Nikola Karabatic (Frakkland, 28%)

3. Thierry Omeyer (Frakkland,17%)

4. Igor Vori (Króatía, 14%)

5. Arpad Sterbik (Spánn, 10 %)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×