Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri neitar fullyrðingum Davíðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Davíð Oddsson forsætisráðherra fullyrðir að Mervyn King hafi sagt að Bretar myndu ekki þrýsta á að Íslendingar greiddu Icesave. Mynd/ Pjetur.
Davíð Oddsson forsætisráðherra fullyrðir að Mervyn King hafi sagt að Bretar myndu ekki þrýsta á að Íslendingar greiddu Icesave. Mynd/ Pjetur.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, neitar fullyrðingum Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, að sá fyrrnefndi hafi sagt í samtali þeirra tveggja að Íslendingum bæri ekki að ábyrgjast Icesave skuldbindingarnar.

Árni Mathiesen greindi frá því í bók sinni um bankahrunið sem kom út fyrir jól að breski seðlabankastjórinn hefði sagt við Davíð að Íslendingum bæri ekki að taka ábyrgð á þessum skuldbindingum. Bretar myndu ekki þrýsta á Íslendinga að standa við þessar skuldbindingar. Davíð staðfesti svo frásögn Árna í Viðskiptablaðinu á dögunum.

Breska blaðið Guardian greinir svo frá því í kvöld að talsmaður breska seðlabankastjórans neiti fullyrðingunum. Talsmaður hans segir jafnframt að Mervyn King hafi hvatt Íslendinga mánuðum saman til þess að minnka bankakerfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×