Viðskipti innlent

Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum

MYND/AP
Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað.

IG Invest, sem er systurfélag Icelandair og eignarhaldsfélag um flugvélar og flugvélatengdar eignir, hefur selt pantanirnar til Norwegian Air Shuttle. Í tilkynningu frá IG Invest, er ekki greint frá hversu mikið erlenda félagið greiddi fyrir að komast framar í pantanaröðina.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×