Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum hækkuðu töluvert í útboði sem fór fram í morgun. Skuldabréf til þriggja og fjögurra ára seldust fyrir samtals rúmlega 3,3 milljarða evra eða um 545 milljarða kr.
Vextirnir á bréfunum til þriggja ára eru rúmlega 4,8% samanborið við tæplega 4,3% vexti í svipuðu útboði í júlí s.l. Vextir á bréfunum til fjögurra ára eru tæp 5%.
Eftirspurn eftir þessum bréfum var töluverð og bárust yfir tvöfalt fleiri tilboð í þau en tekið var.
Vextir hækka á spænskum skuldabréfum
