Fréttaskýring: Verð á lambakjöti hækkar mikið í haust Friðrik Indriðason skrifar 15. júlí 2011 12:49 Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% eins og fram hefur komið í fréttum í dag. Talsmaður þeirra segir að ekki sé sjálfgefið að verð til neytenda hækki jafnmikið því verðskráin sé ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. Reynslan sýnir hinsvegar að afurðastöðvar hafa yfirleitt velt svona hækkun frá bændum meir og minna beint yfir á neytendur. Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur á hagdeild ASÍ segir að deildin hafi ekki gert sérstaka úttekt á fylgni útgefinna verðskráa hjá bændum og verði til neytenda. „Það má hinsvegar gefa sér í ljósi reynslunnar að þessari hækkun verður meir og minna velt út í verðið til neytenda," segir Ingunn. Í þessu sambandi má einnig geta niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem starfsmenn Seðlabankans unnu um verðmyndun á Íslandi. Þar kom m.a. fram að framleiðendur eru mun líklegri til að hækka verð sitt til neytenda í stað þess að hagræða eða spara í eigin starfsemi svo hægt sé að halda verðinu niðri. Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að hún sé sammála Ingunni S. Þorsteinsdóttur hvað varðar afleiðingar af verðskrárhækkuninni fyrir neytendur. „Það er hinsvegar erfitt að dæma um í hve miklu mæli þetta verður því markaður með innlendar landbúnaðarvörur fylgir ekki hefðbundnum reglum um framboð og eftirspurn," segir Brynhildur. „Það má einnig nefna að þegar hefðbundnar innlendar landbúnaðarvörur hækka í verði hefur þróunin verið sú að flestir aðrir seljendur matvæla nota tækifærið til að hækka sínar vörur einnig." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning." Skilningurinn sem Jóhannes nefnir hér er væntanlega sá að íslenskir neytendur borga sauðfjárbændum yfir 4 milljarða kr. í beingreiðslur á hverju ári. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% eins og fram hefur komið í fréttum í dag. Talsmaður þeirra segir að ekki sé sjálfgefið að verð til neytenda hækki jafnmikið því verðskráin sé ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. Reynslan sýnir hinsvegar að afurðastöðvar hafa yfirleitt velt svona hækkun frá bændum meir og minna beint yfir á neytendur. Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur á hagdeild ASÍ segir að deildin hafi ekki gert sérstaka úttekt á fylgni útgefinna verðskráa hjá bændum og verði til neytenda. „Það má hinsvegar gefa sér í ljósi reynslunnar að þessari hækkun verður meir og minna velt út í verðið til neytenda," segir Ingunn. Í þessu sambandi má einnig geta niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem starfsmenn Seðlabankans unnu um verðmyndun á Íslandi. Þar kom m.a. fram að framleiðendur eru mun líklegri til að hækka verð sitt til neytenda í stað þess að hagræða eða spara í eigin starfsemi svo hægt sé að halda verðinu niðri. Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að hún sé sammála Ingunni S. Þorsteinsdóttur hvað varðar afleiðingar af verðskrárhækkuninni fyrir neytendur. „Það er hinsvegar erfitt að dæma um í hve miklu mæli þetta verður því markaður með innlendar landbúnaðarvörur fylgir ekki hefðbundnum reglum um framboð og eftirspurn," segir Brynhildur. „Það má einnig nefna að þegar hefðbundnar innlendar landbúnaðarvörur hækka í verði hefur þróunin verið sú að flestir aðrir seljendur matvæla nota tækifærið til að hækka sínar vörur einnig." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning." Skilningurinn sem Jóhannes nefnir hér er væntanlega sá að íslenskir neytendur borga sauðfjárbændum yfir 4 milljarða kr. í beingreiðslur á hverju ári.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur