Fréttaskýring: Verð á lambakjöti hækkar mikið í haust Friðrik Indriðason skrifar 15. júlí 2011 12:49 Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% eins og fram hefur komið í fréttum í dag. Talsmaður þeirra segir að ekki sé sjálfgefið að verð til neytenda hækki jafnmikið því verðskráin sé ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. Reynslan sýnir hinsvegar að afurðastöðvar hafa yfirleitt velt svona hækkun frá bændum meir og minna beint yfir á neytendur. Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur á hagdeild ASÍ segir að deildin hafi ekki gert sérstaka úttekt á fylgni útgefinna verðskráa hjá bændum og verði til neytenda. „Það má hinsvegar gefa sér í ljósi reynslunnar að þessari hækkun verður meir og minna velt út í verðið til neytenda," segir Ingunn. Í þessu sambandi má einnig geta niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem starfsmenn Seðlabankans unnu um verðmyndun á Íslandi. Þar kom m.a. fram að framleiðendur eru mun líklegri til að hækka verð sitt til neytenda í stað þess að hagræða eða spara í eigin starfsemi svo hægt sé að halda verðinu niðri. Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að hún sé sammála Ingunni S. Þorsteinsdóttur hvað varðar afleiðingar af verðskrárhækkuninni fyrir neytendur. „Það er hinsvegar erfitt að dæma um í hve miklu mæli þetta verður því markaður með innlendar landbúnaðarvörur fylgir ekki hefðbundnum reglum um framboð og eftirspurn," segir Brynhildur. „Það má einnig nefna að þegar hefðbundnar innlendar landbúnaðarvörur hækka í verði hefur þróunin verið sú að flestir aðrir seljendur matvæla nota tækifærið til að hækka sínar vörur einnig." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning." Skilningurinn sem Jóhannes nefnir hér er væntanlega sá að íslenskir neytendur borga sauðfjárbændum yfir 4 milljarða kr. í beingreiðslur á hverju ári. Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% eins og fram hefur komið í fréttum í dag. Talsmaður þeirra segir að ekki sé sjálfgefið að verð til neytenda hækki jafnmikið því verðskráin sé ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. Reynslan sýnir hinsvegar að afurðastöðvar hafa yfirleitt velt svona hækkun frá bændum meir og minna beint yfir á neytendur. Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur á hagdeild ASÍ segir að deildin hafi ekki gert sérstaka úttekt á fylgni útgefinna verðskráa hjá bændum og verði til neytenda. „Það má hinsvegar gefa sér í ljósi reynslunnar að þessari hækkun verður meir og minna velt út í verðið til neytenda," segir Ingunn. Í þessu sambandi má einnig geta niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem starfsmenn Seðlabankans unnu um verðmyndun á Íslandi. Þar kom m.a. fram að framleiðendur eru mun líklegri til að hækka verð sitt til neytenda í stað þess að hagræða eða spara í eigin starfsemi svo hægt sé að halda verðinu niðri. Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að hún sé sammála Ingunni S. Þorsteinsdóttur hvað varðar afleiðingar af verðskrárhækkuninni fyrir neytendur. „Það er hinsvegar erfitt að dæma um í hve miklu mæli þetta verður því markaður með innlendar landbúnaðarvörur fylgir ekki hefðbundnum reglum um framboð og eftirspurn," segir Brynhildur. „Það má einnig nefna að þegar hefðbundnar innlendar landbúnaðarvörur hækka í verði hefur þróunin verið sú að flestir aðrir seljendur matvæla nota tækifærið til að hækka sínar vörur einnig." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning." Skilningurinn sem Jóhannes nefnir hér er væntanlega sá að íslenskir neytendur borga sauðfjárbændum yfir 4 milljarða kr. í beingreiðslur á hverju ári.
Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira