Fréttaskýring: Verð á lambakjöti hækkar mikið í haust Friðrik Indriðason skrifar 15. júlí 2011 12:49 Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% eins og fram hefur komið í fréttum í dag. Talsmaður þeirra segir að ekki sé sjálfgefið að verð til neytenda hækki jafnmikið því verðskráin sé ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. Reynslan sýnir hinsvegar að afurðastöðvar hafa yfirleitt velt svona hækkun frá bændum meir og minna beint yfir á neytendur. Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur á hagdeild ASÍ segir að deildin hafi ekki gert sérstaka úttekt á fylgni útgefinna verðskráa hjá bændum og verði til neytenda. „Það má hinsvegar gefa sér í ljósi reynslunnar að þessari hækkun verður meir og minna velt út í verðið til neytenda," segir Ingunn. Í þessu sambandi má einnig geta niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem starfsmenn Seðlabankans unnu um verðmyndun á Íslandi. Þar kom m.a. fram að framleiðendur eru mun líklegri til að hækka verð sitt til neytenda í stað þess að hagræða eða spara í eigin starfsemi svo hægt sé að halda verðinu niðri. Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að hún sé sammála Ingunni S. Þorsteinsdóttur hvað varðar afleiðingar af verðskrárhækkuninni fyrir neytendur. „Það er hinsvegar erfitt að dæma um í hve miklu mæli þetta verður því markaður með innlendar landbúnaðarvörur fylgir ekki hefðbundnum reglum um framboð og eftirspurn," segir Brynhildur. „Það má einnig nefna að þegar hefðbundnar innlendar landbúnaðarvörur hækka í verði hefur þróunin verið sú að flestir aðrir seljendur matvæla nota tækifærið til að hækka sínar vörur einnig." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning." Skilningurinn sem Jóhannes nefnir hér er væntanlega sá að íslenskir neytendur borga sauðfjárbændum yfir 4 milljarða kr. í beingreiðslur á hverju ári. Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri. Sauðfjárbændur hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% eins og fram hefur komið í fréttum í dag. Talsmaður þeirra segir að ekki sé sjálfgefið að verð til neytenda hækki jafnmikið því verðskráin sé ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. Reynslan sýnir hinsvegar að afurðastöðvar hafa yfirleitt velt svona hækkun frá bændum meir og minna beint yfir á neytendur. Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hagfræðingur á hagdeild ASÍ segir að deildin hafi ekki gert sérstaka úttekt á fylgni útgefinna verðskráa hjá bændum og verði til neytenda. „Það má hinsvegar gefa sér í ljósi reynslunnar að þessari hækkun verður meir og minna velt út í verðið til neytenda," segir Ingunn. Í þessu sambandi má einnig geta niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem starfsmenn Seðlabankans unnu um verðmyndun á Íslandi. Þar kom m.a. fram að framleiðendur eru mun líklegri til að hækka verð sitt til neytenda í stað þess að hagræða eða spara í eigin starfsemi svo hægt sé að halda verðinu niðri. Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að hún sé sammála Ingunni S. Þorsteinsdóttur hvað varðar afleiðingar af verðskrárhækkuninni fyrir neytendur. „Það er hinsvegar erfitt að dæma um í hve miklu mæli þetta verður því markaður með innlendar landbúnaðarvörur fylgir ekki hefðbundnum reglum um framboð og eftirspurn," segir Brynhildur. „Það má einnig nefna að þegar hefðbundnar innlendar landbúnaðarvörur hækka í verði hefur þróunin verið sú að flestir aðrir seljendur matvæla nota tækifærið til að hækka sínar vörur einnig." Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning." Skilningurinn sem Jóhannes nefnir hér er væntanlega sá að íslenskir neytendur borga sauðfjárbændum yfir 4 milljarða kr. í beingreiðslur á hverju ári.
Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent