Handbolti

Björgvin er búinn að verja flest skot allra markvarða á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/AFP
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, er nú sá markvörður á HM í handbolta í Svíþjóð sem hefur varið flest skot samkvæmt opinberri skráningu mótshaldara. Björgvin er líka kominn inn á topp tíu listann yfir bestu hlutfalls markvörsluna.

Björgvin hefur varið fimmtán eða fleiri skot í síðustu þremur leikjum íslenska liðsins og hefur varið þremur skotum meira en næsti maður. Björgvin Páll er í 10. sætinu yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna með 38,1 prósent markvörslu en Svíarnir hafa skráð 75 varin skot á hann í 6 leikjum sem gerir 12,5 skot að meðaltali í leik.

Enginn markvörður hefur varið fleiri skot en í 2. sæti er Pólverjinn Slawomir Szmal með 72 bolta varða (af 199, 36,2 prósent). Í þriðja sætinu eru svo Alsíringurinn Abdelmalek Slahdji með 65 varin skot.

Björgvin er eins og áður sagði í tíunda sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna en hann er það einu sæti ofar en Þjóðverjinn Silvio Heinevetter sem reyndist íslenska liðinu svo erfiður í gær.

Frakkinn Daouda Karaboue er eini markvörðurinn á HM með yfir fimmtíu prósent markvörslu en hann hefur varið 43 af 83 skotum sem hafa komið á hann eða 51,8 prósent skotanna. Þjóðverjinn Johannes Bitter í 2. sæti með 45,2 prósent markvörslu og Svíinn Johan Sjöstrand er í 3. sætinu með 43,4 prósent markvörðslu.

Flest varin skot á HM eftir sex leiki:

1. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 75

2. Slawomir Szmal, Póllandi 72

3. Matias Schulz, Argentínu 71

4. Abdelmalek Slahdji, Alsír 65

5. Thierry Omeyer, Frakklandi 64

6. Johan Sjöstrand, Svíþjóð 62

7. Niklas Landin, Danmörku 61

8. Chan Young Park, Suður-Kóreu 60

9. Ole Erevik, Noregi 55

9. Roland Mikler, Ungverjalandi 55

Besta hlutfallsmarkvarslan á HM eftir sex leiki:

1. Daouda Karaboue, Frakklandi 51,8 prósent

2. Johannes Bitter, Þýskalandi 45,2 prósent

3. Johan Sjöstrand, Svíþjóð 43,4 prósent

4. Sörenn Rasmussen, Danmörku 43,3 prósent

5. Thierry Omeyer, Frakklandi 41,6 prósent

6. Mattias Andersson, Svíþjóð 40,2 prósent

7. Ole Erevik, Noregi 40,1 prósent

8. Jose Hombrados, Spáni 40,0 prósent

9. Chan Young Park, Suður-Kóreu 39,0 prósent

10. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 38,1 prósent

Markvarsla Björgvins eftir leikjum á HM

(samkvæmt opinberri tölfræði mótsins)

Ungverjaland: 8 varin af 34 skotum (24 prósent markvarsla)

Brasilía: 13 af 36 (36 prósent)

Japan: 6 af 14 (43 prósent)

Austurríki: 15 af 32 (47 prósent)

Noregur: 18 af 39 (46 prósent)

Þýskaland: 15 af 42 (36 prósent)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×