Barátta við skuldahalann er langhlaup Þorgils Jónsson skrifar 10. ágúst 2011 10:18 Mikil umræða hefur verið um skuldastöðu Bandaríkjanna upp á síðkastið og sér ekki enn fyrir endann á henni þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst á þingi um hækkun skuldaþaksins. Ríkissjóðurinn í Bandaríkjunum hefur safnað skuldum samfleytt um langa hríð, enda hefur hann verið rekinn nær stöðugt með halla í hálfa öld. Skuldirnar hafa vaxið úr 1.000 milljörðum dala árið 1980, þegar Ronald Reagan tók við forsetaembættinu, og allt upp í 14.500 milljarða nú. Búist er við að skuldirnar í árslok 2011 verði um 15.500 milljarðar dala. Það jafngildir rétt rúmlega eins árs vergri þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna, en annað eins hefur ekki gerst síðan á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Samkomulag demókrata og repúblikana frá síðustu viku felur í sér leyfi til að auka skuldir ríkisins um allt að 2.400 milljarða á næstu tveimur árum en á móti kemur jafnmikill niðurskurður á útgjöldum ríkisins á næstu tíu árum. Þannig er enn eftir að vinna á skuldasöfnun til lengri tíma litið og er líklegt að stöðug pólitísk átök verði um málið á næstunni. Skuldamálið hefur vakið athygli á efnahagslegri stöðu Bandaríkjanna, en ekki síður stjórnmálamenningunni þar. Óvissan um getu ráðamanna til að takast á við skuldavandann til lengri tíma eru einmitt ein helstu rökin sem matsfyrirtækið Standard & Poor?s (S&P) lagði fram þegar það lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs úr AAA niður í AA+ um síðustu helgi. Lækkunin hafði mikil áhrif á fjármálamarkaði fyrst um sinn þar sem Dow Jones-vísitalan fór til dæmis niður um 634 stig á mánudag. Barack Obama forseti blés á lækkun S&P og sagði bandarísk ríkisskuldabréf vera jafn öruggan fjárfestingarkost nú og áður. Tim Geithner fjármálaráðherra tók í sama streng og sagði ákvörðun S&P lýsa þekkingarleysi og dómgreindarskorti. Hin tvö matsfyrirtækin, Fitch og Moody?s, lækkuðu Bandaríkin ekki um flokk. Markaðir náðu sér nokkuð á strik í gær eftir að fréttir gáfu til kynna að seðlabanki Bandaríkjanna hygðist grípa inn í með aðgerðum til að örva efnahagslífið. Það sem skiptir hvað mestu máli er traust fjárfesta og Obama reyndi að sefa áhyggjur þeirra. Helstu lánardrottnar Bandaríkjanna eru Kína sem á um 1.150 milljarða í ríkisskuldabréfum, Japan á um 900 milljarða, Bretland á 330 milljarða, Brasilía á 189 milljarða og hópur olíuframleiðslulanda á samtals 204 milljarða. Geithner sagðist ekki hafa áhyggjur af því að eftirspurn Kínverja og annarra eftir bandarískum skuldabréfum minnki á næstunni. Kínversk stjórnvöld hafa lítið látið uppi varðandi afstöðu sína í málinu. Harðorður leiðari í ríkisfjölmiðli Kína orðaði það hins vegar svo að Bandaríkin "þyrftu að venja sig af skuldafíkninni". Baráttan á bandaríska þinginu hefur sjaldan eða aldrei verið jafn hörð þar sem óbilgirni einkennir afstöðu ýmissa hópa innan þingsins. Til dæmis hafa hörðustu íhaldsmenn repúblikana, þeir sem kenna sig við Teboðshreyfinguna, ekki tekið í mál að hækka skatta til að bregðast við vandanum. Vilja þeir heldur beita niðurskurði í ríkisfjármálum, sem kemur illa við kaunin á mörgum í hópi demókrata sem vilja ekki skera niður í málaflokkum líkt og mennta- og heilbrigðismálum. Almenningur virðist hafa fengið nóg af hráskinnaleik þingmanna. Viðhorfskannanir sýna að rúm 80 prósent landsmanna eru óánægð með störf þingsins í málinu og drjúgur meirihluti vill sjá lausn sem felur í sér jafnvægi milli breytinga á skattkerfinu og hagræðingu í ríkisútgjöldum. Verkefnin sem horfa við þinginu eru tröllvaxin þar sem fyrir liggur að kostnaðurinn við almannatryggingakerfið mun þyngjast mjög á komandi árum. Á móti telja margir hagfræðingar að óráð sé að skera niður á samdráttartímum eins og nú. Ábyrgðin er í höndum þings og forseta og verður fróðlegt að sjá hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa framtíðarlausn á skuldavandanum. Obama sagði á dögunum að vandamálin væru leysanleg. "Við vitum hvað við þurfum að gera. Vandamálið liggur ekki í trú á lánstrausti okkar. Markaðir staðfesta að skuldir okkar eru í hópi þeirra öruggustu í heimi. Það sem við þurfum að gera er að takast á við halla á fjárlögum til lengri tíma litið." Gangi það ekki eftir, gæti þráteflið á þingi orðið dýru verði keypt fyrir Bandaríkjamenn og heimsbyggðina alla. Heimildir: AP, fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna, Time og Bloomberg. Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skuldastöðu Bandaríkjanna upp á síðkastið og sér ekki enn fyrir endann á henni þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst á þingi um hækkun skuldaþaksins. Ríkissjóðurinn í Bandaríkjunum hefur safnað skuldum samfleytt um langa hríð, enda hefur hann verið rekinn nær stöðugt með halla í hálfa öld. Skuldirnar hafa vaxið úr 1.000 milljörðum dala árið 1980, þegar Ronald Reagan tók við forsetaembættinu, og allt upp í 14.500 milljarða nú. Búist er við að skuldirnar í árslok 2011 verði um 15.500 milljarðar dala. Það jafngildir rétt rúmlega eins árs vergri þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna, en annað eins hefur ekki gerst síðan á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Samkomulag demókrata og repúblikana frá síðustu viku felur í sér leyfi til að auka skuldir ríkisins um allt að 2.400 milljarða á næstu tveimur árum en á móti kemur jafnmikill niðurskurður á útgjöldum ríkisins á næstu tíu árum. Þannig er enn eftir að vinna á skuldasöfnun til lengri tíma litið og er líklegt að stöðug pólitísk átök verði um málið á næstunni. Skuldamálið hefur vakið athygli á efnahagslegri stöðu Bandaríkjanna, en ekki síður stjórnmálamenningunni þar. Óvissan um getu ráðamanna til að takast á við skuldavandann til lengri tíma eru einmitt ein helstu rökin sem matsfyrirtækið Standard & Poor?s (S&P) lagði fram þegar það lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs úr AAA niður í AA+ um síðustu helgi. Lækkunin hafði mikil áhrif á fjármálamarkaði fyrst um sinn þar sem Dow Jones-vísitalan fór til dæmis niður um 634 stig á mánudag. Barack Obama forseti blés á lækkun S&P og sagði bandarísk ríkisskuldabréf vera jafn öruggan fjárfestingarkost nú og áður. Tim Geithner fjármálaráðherra tók í sama streng og sagði ákvörðun S&P lýsa þekkingarleysi og dómgreindarskorti. Hin tvö matsfyrirtækin, Fitch og Moody?s, lækkuðu Bandaríkin ekki um flokk. Markaðir náðu sér nokkuð á strik í gær eftir að fréttir gáfu til kynna að seðlabanki Bandaríkjanna hygðist grípa inn í með aðgerðum til að örva efnahagslífið. Það sem skiptir hvað mestu máli er traust fjárfesta og Obama reyndi að sefa áhyggjur þeirra. Helstu lánardrottnar Bandaríkjanna eru Kína sem á um 1.150 milljarða í ríkisskuldabréfum, Japan á um 900 milljarða, Bretland á 330 milljarða, Brasilía á 189 milljarða og hópur olíuframleiðslulanda á samtals 204 milljarða. Geithner sagðist ekki hafa áhyggjur af því að eftirspurn Kínverja og annarra eftir bandarískum skuldabréfum minnki á næstunni. Kínversk stjórnvöld hafa lítið látið uppi varðandi afstöðu sína í málinu. Harðorður leiðari í ríkisfjölmiðli Kína orðaði það hins vegar svo að Bandaríkin "þyrftu að venja sig af skuldafíkninni". Baráttan á bandaríska þinginu hefur sjaldan eða aldrei verið jafn hörð þar sem óbilgirni einkennir afstöðu ýmissa hópa innan þingsins. Til dæmis hafa hörðustu íhaldsmenn repúblikana, þeir sem kenna sig við Teboðshreyfinguna, ekki tekið í mál að hækka skatta til að bregðast við vandanum. Vilja þeir heldur beita niðurskurði í ríkisfjármálum, sem kemur illa við kaunin á mörgum í hópi demókrata sem vilja ekki skera niður í málaflokkum líkt og mennta- og heilbrigðismálum. Almenningur virðist hafa fengið nóg af hráskinnaleik þingmanna. Viðhorfskannanir sýna að rúm 80 prósent landsmanna eru óánægð með störf þingsins í málinu og drjúgur meirihluti vill sjá lausn sem felur í sér jafnvægi milli breytinga á skattkerfinu og hagræðingu í ríkisútgjöldum. Verkefnin sem horfa við þinginu eru tröllvaxin þar sem fyrir liggur að kostnaðurinn við almannatryggingakerfið mun þyngjast mjög á komandi árum. Á móti telja margir hagfræðingar að óráð sé að skera niður á samdráttartímum eins og nú. Ábyrgðin er í höndum þings og forseta og verður fróðlegt að sjá hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa framtíðarlausn á skuldavandanum. Obama sagði á dögunum að vandamálin væru leysanleg. "Við vitum hvað við þurfum að gera. Vandamálið liggur ekki í trú á lánstrausti okkar. Markaðir staðfesta að skuldir okkar eru í hópi þeirra öruggustu í heimi. Það sem við þurfum að gera er að takast á við halla á fjárlögum til lengri tíma litið." Gangi það ekki eftir, gæti þráteflið á þingi orðið dýru verði keypt fyrir Bandaríkjamenn og heimsbyggðina alla. Heimildir: AP, fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna, Time og Bloomberg.
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira