Við vorum vel undirbúnir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2011 08:00 Þórir skoraði sjö mörk úr sjö skotum í gær. Fréttablaðið/Valli Hornamaðurinn Þórir Ólafsson átti sannkallaðan stórleik fyrir íslenska landsliðið gegn Japan í gær. Hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum og virðist vart geta klúðrað skoti. „Við vorum undirbúnir fyrir hraðann þeirra en við vorum enn grimmari en þeir. Sóttum á þá og sýndum hvað við getum. Við brutum sóknirnar þeirra fljótt niður. Ef þeir fá að spila eins hratt og þeir vilja þá eru þeir hættulegir. Við hleyptum þeim aldrei í sinn hraða,“ sagði Þórir og mælti réttilega. Japan komst aldrei í að spila sinn leik og strákarnir refsuðu með frábærum hraðaupphlaupum. „Bjöggi og Hreiðar vörðu líka vel og þessi vörn og markvarsla skilaði okkur 14 marka forskoti í hálfleik. Þó svo við hefðum slakað aðeins á klónni í síðari hálfleik var sigurinn aldrei í hættu. Menn voru aðeins að spara sig enda erfiður leikur fram undan,“ sagði Þórir en Guðmundur þjálfari var augljóslega búinn að undirbúa liðið vel. „Við vorum undirbúnir og vorum ekki heldur að vanmeta þá. Það má ekki leika sér að eldinum eins og Austurríki fékk að kynnast,“ sagði Þórir en Ísland mætir einmitt Austurríki í dag. „Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að vera góðir enda ekki spilað nógu vel gegn þeim í síðustu leikjum. Nú er kominn tími á að vera rétt stemmdir gegn Austurríki,“ sagði Þórir en ætlar hann ekki að klúðra skoti á mótinu? „Það er svo leiðinlegt að klúðra að ég nenni ekkert að vera í því,“ sagði Þórir léttur. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að vonum himinlifandi með sína menn eftir leikinn. „Þetta var frábærlega vel spilað. Varnarleikurinn var frábær og það er magnað að spila svona framarlega á lið eins og Japan og sjá að við erum jafnvel sneggri en þeir. Allt liðið á mikið hrós skilið fyrir alla þætti í dag en það klikkaði ekkert hjá okkur,“ sagði Guðmundur kátur en hann veit að í dag bíður mjög erfiður leikur gegn Austurríki sem valtaði yfir íslenska liðið í október á síðasta ári. „Sá leikur verður gríðarlega erfiður og við verðum að mæta líka vel undirbúnir í þann leik. Við förum því beint upp á hótel að undirbúa okkur því það er lítill tími til stefnu. Þetta verkefni gekk vel en við munum ekki dvelja við þennan leik.“ Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Sjá meira
Hornamaðurinn Þórir Ólafsson átti sannkallaðan stórleik fyrir íslenska landsliðið gegn Japan í gær. Hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum og virðist vart geta klúðrað skoti. „Við vorum undirbúnir fyrir hraðann þeirra en við vorum enn grimmari en þeir. Sóttum á þá og sýndum hvað við getum. Við brutum sóknirnar þeirra fljótt niður. Ef þeir fá að spila eins hratt og þeir vilja þá eru þeir hættulegir. Við hleyptum þeim aldrei í sinn hraða,“ sagði Þórir og mælti réttilega. Japan komst aldrei í að spila sinn leik og strákarnir refsuðu með frábærum hraðaupphlaupum. „Bjöggi og Hreiðar vörðu líka vel og þessi vörn og markvarsla skilaði okkur 14 marka forskoti í hálfleik. Þó svo við hefðum slakað aðeins á klónni í síðari hálfleik var sigurinn aldrei í hættu. Menn voru aðeins að spara sig enda erfiður leikur fram undan,“ sagði Þórir en Guðmundur þjálfari var augljóslega búinn að undirbúa liðið vel. „Við vorum undirbúnir og vorum ekki heldur að vanmeta þá. Það má ekki leika sér að eldinum eins og Austurríki fékk að kynnast,“ sagði Þórir en Ísland mætir einmitt Austurríki í dag. „Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að vera góðir enda ekki spilað nógu vel gegn þeim í síðustu leikjum. Nú er kominn tími á að vera rétt stemmdir gegn Austurríki,“ sagði Þórir en ætlar hann ekki að klúðra skoti á mótinu? „Það er svo leiðinlegt að klúðra að ég nenni ekkert að vera í því,“ sagði Þórir léttur. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að vonum himinlifandi með sína menn eftir leikinn. „Þetta var frábærlega vel spilað. Varnarleikurinn var frábær og það er magnað að spila svona framarlega á lið eins og Japan og sjá að við erum jafnvel sneggri en þeir. Allt liðið á mikið hrós skilið fyrir alla þætti í dag en það klikkaði ekkert hjá okkur,“ sagði Guðmundur kátur en hann veit að í dag bíður mjög erfiður leikur gegn Austurríki sem valtaði yfir íslenska liðið í október á síðasta ári. „Sá leikur verður gríðarlega erfiður og við verðum að mæta líka vel undirbúnir í þann leik. Við förum því beint upp á hótel að undirbúa okkur því það er lítill tími til stefnu. Þetta verkefni gekk vel en við munum ekki dvelja við þennan leik.“
Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Sjá meira