Ævintýrið heldur áfram í Danaveldi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2011 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson gæti verið á leið til Danmerkur. Fréttablaðið/Valli Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaupmannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson – allir leikmenn Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Nielsen hefur einnig sterk ítök í Löwen, þar sem hann er stjórnarmaður auk þess sem fyrirtæki hans, KasiGroup, er einn helsti styrktaraðili félagsins. Það lá fyrir að Ólafur myndi koma í sumar og á heimasíðu AG er haft eftir Nielsen að hann hafi samið við bæði Ólaf og Guðjón Val. Sá síðarnefndi sagði reyndar í samtali við Vísi í gær að málið væri ekki komið svo langt en að hann hefði átt í viðræðum við félagið. Fréttablaðið fékk viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar við þessu en hann leikur með AG í dag ásamt öðrum landsliðsmanni, Arnóri Atlasyni. Ólafur Guðmundsson er einnig samningsbundinn AG en var lánaður þetta tímabilið til FH. „Ég hafði auðvitað heyrt af þessu en veit ekki til þess að þeir séu búnir að skrifa undir. En það væri frábært að fá þá," sagði Snorri Steinn. „Þetta væri vissulega sérstakt en líka mjög gaman. Það væri gaman að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar." Nielsen stefnir að því að gera AG að stærsta íþróttafélagi Danmerkur og að liðið verði í allra fremstu röð í evrópskum handbolta. „Hann hefur ekki farið leynt með sín markmið og maður er hættur að verða hissa á því sem maður les í blöðunum þegar hann er annars vegar. Hann er nokkuð djarfur en stendur yfirleitt við það sem hann segir. Ég hélt til dæmis að hann væri að grínast þegar hann sagðist ætla að láta úrslitaleik deildarinnar fara fram á Parken fyrir framan 40 þúsund manns. En nú er hann greinilega búinn að panta völlinn þó svo að úrslitakeppnin sé ekki einu sinni hafin," sagði hann en Parken er þjóðarleikvangur Dana og er yfirleitt notaður fyrir knattspyrnuleiki. Snorri segir að þetta mál hafi vissulega borið á góma á æfingu í gær. „Þeim finnst nóg að vera með tvo Íslendinga fyrir," sagði Snorri og hló. „En ég held að allir gera sér grein fyrir því að þetta yrði mikill styrkur fyrir liðið. Vissulega er það hausverkur fyrir þjálfara að vera með þrjá leikmenn í hverri stöðu en leikmenn hræðast ekki samkeppnina." Snorri segir að það sé ljóst að leikmenn fái ekki að spila 60 mínútur í hverri viku í svo sterku liði. „En maður fær svo mikið annað í staðinn. Ég lít á þetta sem ævintýri og ég er viss um að Nielsen sé ekki hættur. Nú ætlar hann á Parken og guð má vita hvað kemur næst." Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Sjá meira
Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaupmannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson – allir leikmenn Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Nielsen hefur einnig sterk ítök í Löwen, þar sem hann er stjórnarmaður auk þess sem fyrirtæki hans, KasiGroup, er einn helsti styrktaraðili félagsins. Það lá fyrir að Ólafur myndi koma í sumar og á heimasíðu AG er haft eftir Nielsen að hann hafi samið við bæði Ólaf og Guðjón Val. Sá síðarnefndi sagði reyndar í samtali við Vísi í gær að málið væri ekki komið svo langt en að hann hefði átt í viðræðum við félagið. Fréttablaðið fékk viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar við þessu en hann leikur með AG í dag ásamt öðrum landsliðsmanni, Arnóri Atlasyni. Ólafur Guðmundsson er einnig samningsbundinn AG en var lánaður þetta tímabilið til FH. „Ég hafði auðvitað heyrt af þessu en veit ekki til þess að þeir séu búnir að skrifa undir. En það væri frábært að fá þá," sagði Snorri Steinn. „Þetta væri vissulega sérstakt en líka mjög gaman. Það væri gaman að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar." Nielsen stefnir að því að gera AG að stærsta íþróttafélagi Danmerkur og að liðið verði í allra fremstu röð í evrópskum handbolta. „Hann hefur ekki farið leynt með sín markmið og maður er hættur að verða hissa á því sem maður les í blöðunum þegar hann er annars vegar. Hann er nokkuð djarfur en stendur yfirleitt við það sem hann segir. Ég hélt til dæmis að hann væri að grínast þegar hann sagðist ætla að láta úrslitaleik deildarinnar fara fram á Parken fyrir framan 40 þúsund manns. En nú er hann greinilega búinn að panta völlinn þó svo að úrslitakeppnin sé ekki einu sinni hafin," sagði hann en Parken er þjóðarleikvangur Dana og er yfirleitt notaður fyrir knattspyrnuleiki. Snorri segir að þetta mál hafi vissulega borið á góma á æfingu í gær. „Þeim finnst nóg að vera með tvo Íslendinga fyrir," sagði Snorri og hló. „En ég held að allir gera sér grein fyrir því að þetta yrði mikill styrkur fyrir liðið. Vissulega er það hausverkur fyrir þjálfara að vera með þrjá leikmenn í hverri stöðu en leikmenn hræðast ekki samkeppnina." Snorri segir að það sé ljóst að leikmenn fái ekki að spila 60 mínútur í hverri viku í svo sterku liði. „En maður fær svo mikið annað í staðinn. Ég lít á þetta sem ævintýri og ég er viss um að Nielsen sé ekki hættur. Nú ætlar hann á Parken og guð má vita hvað kemur næst."
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Sjá meira