Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evrópu með aðsetur í Genf þann 1. janúar næstkomandi. Tómas mun jafnframt hafa með höndum yfirstjórn álframleiðslusviðs Alcoa í álfunni. Starfsfólki Fjarðaáls var tilkynnt um breytinguna í dag.
Tómas Már tekur við stöðunni af Marcosi Ramos sem var nýlega ráðinn forstjóri álframleiðslusviðs Alcoa í löndum Suður Ameríku og í Karíbahafi. Tómas mun bera ábyrgð á samræmingu aðgerða allra starfsstöðva Alcoa í Evrópu, sem eru um fimmtíu talsins. Sem forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) í Evrópu mun Tómas jafnframt bera ábyrgð á rekstri álvera Alcoa á Íslandi, Ítalíu, Spáni og í Noregi, auk súrálsverksmiðju Alcoa á Spáni.
Tilkynnt verður síðar hver tekur við starfi forstjóra Fjarðaáls við Reyðarfjörð.
Tómas Már verður forstjóri Alcoa í Evrópu
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent


Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent


Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Fleiri fréttir
