Handbolti

Auðvelt hjá Kiel sem komst áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Nordic Photos / Bongarts
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel er liðið tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri á Kolding frá Danmörku, 36-29.

Kiel skoraði 20 mörk í fyrri hálfleik og var með níu marka forystu þegar honum lauk. Liðið vann einnig fyrri leikinn í Danmörku og komst því örugglega áfram.

Ciudad Real, Chekhovskie Medvedi, Barcelona og Rhein-Neckar Löwen eru einnig komin áfram en það ræðst á morgun hver hin þrjú liðin verða í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Eitt Íslendingalið er þar á meðal en það er Kadetten Schaffhausen, lið Björgvins Páls Gústavssonar.

Schaffhausen vann óvæntan fimm marka sigur á Montpellier frá Frakklandi í fyrri leik liðanna en liðin mætast í Frakklandi á morgun.

Þá var einnig leikið í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði eitt mark er lið hans, Ahlen-Hamm, tapaði fyrir Wetzlar á útivelil, 35-26. Kári Kristján Kristjánsson skoraði fimm fyrri Wetzlar.

Ahlen-Hamm er í sextánda sæti deildarinnar með ellefu stig, rétt eins og Hannover-Burgdorf (15. sæti) og Friesenheim (17. sæti).

Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×