Staða Pennans sögð skekkja markaðinn 21. október 2011 04:00 Penninn hefur tekið á leigu þriggja hæða húsnæði í Skeifunni undir hluta af starfsemi sinni. Húsnæðið er við hliðina á samkeppnisaðilanum Casa. fréttablaðið/anton „Þarna er augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma. En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um aðkomu Arion banka að Pennanum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“ Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, segir Pennann hafa verið að eltast við birgja sem einungis hafi verslað við Casa árum saman.„Þeir hafa verið að eltast við birgja sem ég hef verið að versla við árum saman. Velta í húsgagnaverslun hefur eðlilega dregist saman á Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar fá stórar pantanir frá nýjum aðila sem getur sýnt fram á miklu meiri veltu en við, þó að hluti hennar sé vegna sölu á pappír og pennum, þá hugsa þessi fyrirtæki sig um. Á sama tíma styður bankinn við Pennann með því að setja fullt af peningum inn í rekstur hans til að mæta taprekstri. Það er ekki hægt að keppa gegn svona atgangi bankanna.“ Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, segist velta því fyrir sér hvort framlegð og afkoma skipti í raun engu máli hjá Pennanum. „Við höfum lengi verið að selja skrifstofu- og skólahúsgögn í samkeppni við Pennann. Þeir hafa mest verið að flytja inn sín skólahúsgögn. Fyrir hrun voru þau húsgögn á svipuðu verði eða dýrari en þau sem við bjóðum. Núna virðast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir gengishrunið. Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skipti kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Þarna er augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma. En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um aðkomu Arion banka að Pennanum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“ Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, segir Pennann hafa verið að eltast við birgja sem einungis hafi verslað við Casa árum saman.„Þeir hafa verið að eltast við birgja sem ég hef verið að versla við árum saman. Velta í húsgagnaverslun hefur eðlilega dregist saman á Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar fá stórar pantanir frá nýjum aðila sem getur sýnt fram á miklu meiri veltu en við, þó að hluti hennar sé vegna sölu á pappír og pennum, þá hugsa þessi fyrirtæki sig um. Á sama tíma styður bankinn við Pennann með því að setja fullt af peningum inn í rekstur hans til að mæta taprekstri. Það er ekki hægt að keppa gegn svona atgangi bankanna.“ Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, segist velta því fyrir sér hvort framlegð og afkoma skipti í raun engu máli hjá Pennanum. „Við höfum lengi verið að selja skrifstofu- og skólahúsgögn í samkeppni við Pennann. Þeir hafa mest verið að flytja inn sín skólahúsgögn. Fyrir hrun voru þau húsgögn á svipuðu verði eða dýrari en þau sem við bjóðum. Núna virðast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir gengishrunið. Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skipti kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira