Staða Pennans sögð skekkja markaðinn 21. október 2011 04:00 Penninn hefur tekið á leigu þriggja hæða húsnæði í Skeifunni undir hluta af starfsemi sinni. Húsnæðið er við hliðina á samkeppnisaðilanum Casa. fréttablaðið/anton „Þarna er augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma. En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um aðkomu Arion banka að Pennanum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“ Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, segir Pennann hafa verið að eltast við birgja sem einungis hafi verslað við Casa árum saman.„Þeir hafa verið að eltast við birgja sem ég hef verið að versla við árum saman. Velta í húsgagnaverslun hefur eðlilega dregist saman á Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar fá stórar pantanir frá nýjum aðila sem getur sýnt fram á miklu meiri veltu en við, þó að hluti hennar sé vegna sölu á pappír og pennum, þá hugsa þessi fyrirtæki sig um. Á sama tíma styður bankinn við Pennann með því að setja fullt af peningum inn í rekstur hans til að mæta taprekstri. Það er ekki hægt að keppa gegn svona atgangi bankanna.“ Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, segist velta því fyrir sér hvort framlegð og afkoma skipti í raun engu máli hjá Pennanum. „Við höfum lengi verið að selja skrifstofu- og skólahúsgögn í samkeppni við Pennann. Þeir hafa mest verið að flytja inn sín skólahúsgögn. Fyrir hrun voru þau húsgögn á svipuðu verði eða dýrari en þau sem við bjóðum. Núna virðast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir gengishrunið. Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skipti kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Þarna er augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma. En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um aðkomu Arion banka að Pennanum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“ Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, segir Pennann hafa verið að eltast við birgja sem einungis hafi verslað við Casa árum saman.„Þeir hafa verið að eltast við birgja sem ég hef verið að versla við árum saman. Velta í húsgagnaverslun hefur eðlilega dregist saman á Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar fá stórar pantanir frá nýjum aðila sem getur sýnt fram á miklu meiri veltu en við, þó að hluti hennar sé vegna sölu á pappír og pennum, þá hugsa þessi fyrirtæki sig um. Á sama tíma styður bankinn við Pennann með því að setja fullt af peningum inn í rekstur hans til að mæta taprekstri. Það er ekki hægt að keppa gegn svona atgangi bankanna.“ Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, segist velta því fyrir sér hvort framlegð og afkoma skipti í raun engu máli hjá Pennanum. „Við höfum lengi verið að selja skrifstofu- og skólahúsgögn í samkeppni við Pennann. Þeir hafa mest verið að flytja inn sín skólahúsgögn. Fyrir hrun voru þau húsgögn á svipuðu verði eða dýrari en þau sem við bjóðum. Núna virðast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir gengishrunið. Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skipti kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira