Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi 21. október 2011 17:05 Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. Í máli sem fyrirtækið Smákranar reka gegn Lýsingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur reynir á lögmæti gengistryggingar fjármögnunarleigusamnings Lýsingar og verður aðalflutningur málsins þann 16. nóvember næstkomandi. Lýsing gerir ráð fyrir dómsuppkvaðningu í byrjun desember. Verði héraðsdómi áfrýjað til Hæstaréttar, ætti endanleg niðurstaða að liggja fyrir fyrri hluta næsta árs. Í tilkynningu frá Lýsingu segir félagið að samningar þess um fjármögnunarleigu séu skýrir leigusamningar en ekki lánasamningar og falli þar af leiðandi ekki undir gildissvið vaxtalaga og þann skilning Hæstaréttar að lögin banni gengistryggingu lána. Samningarnir séu ólíkir bílasamningum og öðrum kaupleigusamningum sem meirihluti Hæstaréttar telji sambærilega samningi Íslandsbanka. Tengdar fréttir Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33 Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. Í máli sem fyrirtækið Smákranar reka gegn Lýsingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur reynir á lögmæti gengistryggingar fjármögnunarleigusamnings Lýsingar og verður aðalflutningur málsins þann 16. nóvember næstkomandi. Lýsing gerir ráð fyrir dómsuppkvaðningu í byrjun desember. Verði héraðsdómi áfrýjað til Hæstaréttar, ætti endanleg niðurstaða að liggja fyrir fyrri hluta næsta árs. Í tilkynningu frá Lýsingu segir félagið að samningar þess um fjármögnunarleigu séu skýrir leigusamningar en ekki lánasamningar og falli þar af leiðandi ekki undir gildissvið vaxtalaga og þann skilning Hæstaréttar að lögin banni gengistryggingu lána. Samningarnir séu ólíkir bílasamningum og öðrum kaupleigusamningum sem meirihluti Hæstaréttar telji sambærilega samningi Íslandsbanka.
Tengdar fréttir Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33 Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33
Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22