Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því 25. nóvember 2011 15:21 Sigmundur Ernir. „Þetta er brjáluð ákvörðun," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. Það er ljóst að Sigmundur er afar ósáttur við ákvörðun ráðherrans. Í raun lítur Sigmundur svo á að Ögmundur sé hreinlega vanhæfur til þess að taka ákvörðunina í ljósi yfirlýsinga sem hann hefur látið frá sér fara á opinberum vettvangi. Þá segir Sigmundur ákvörðun Ögmundar hræðileg skilaboð út í heim. „Þetta eru hræðileg skilaboð til erlendra fjárfesta. Það er verið að girða fyrir landið og loka því." Sigmundur segir það vera helvíti hart að vinna í ríkisstjórn sem vill ekki göng, nýta orku eða eitthvað annað. „Ég er orðinn mjög hugsi um það hvert þessi flokkur er að fara og einnig um meðvirkni míns eigin flokks," segir Sigmundur Ernir um samstarf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þingflokksfundur fór fram hjá Samfylkingunni áðan. Þegar Sigmundur var spurður hvernig þingflokkurinn tók í tíðindin, sagðist hann ekki leggja í vana sinn að tala fyrir aðra, „en það er rík andstaða við þessa ákvörðun innan Samfylkingarinnar," segir Sigmundur Ernir sem óskaði eftir því á þingflokksfundi að starfshópur verði skipaður til þess að skoða ákvörðun Ögmundar. Þá hefur hann einnig óskað eftir því að Ögmundur verði boðaður á fund þingflokksins til þess að ræða ákvörðunina. Tengdar fréttir Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50 Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05 Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Þetta er brjáluð ákvörðun," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar. Það er ljóst að Sigmundur er afar ósáttur við ákvörðun ráðherrans. Í raun lítur Sigmundur svo á að Ögmundur sé hreinlega vanhæfur til þess að taka ákvörðunina í ljósi yfirlýsinga sem hann hefur látið frá sér fara á opinberum vettvangi. Þá segir Sigmundur ákvörðun Ögmundar hræðileg skilaboð út í heim. „Þetta eru hræðileg skilaboð til erlendra fjárfesta. Það er verið að girða fyrir landið og loka því." Sigmundur segir það vera helvíti hart að vinna í ríkisstjórn sem vill ekki göng, nýta orku eða eitthvað annað. „Ég er orðinn mjög hugsi um það hvert þessi flokkur er að fara og einnig um meðvirkni míns eigin flokks," segir Sigmundur Ernir um samstarf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þingflokksfundur fór fram hjá Samfylkingunni áðan. Þegar Sigmundur var spurður hvernig þingflokkurinn tók í tíðindin, sagðist hann ekki leggja í vana sinn að tala fyrir aðra, „en það er rík andstaða við þessa ákvörðun innan Samfylkingarinnar," segir Sigmundur Ernir sem óskaði eftir því á þingflokksfundi að starfshópur verði skipaður til þess að skoða ákvörðun Ögmundar. Þá hefur hann einnig óskað eftir því að Ögmundur verði boðaður á fund þingflokksins til þess að ræða ákvörðunina.
Tengdar fréttir Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50 Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05 Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Ögmundur hafnaði Nubo Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. 25. nóvember 2011 12:50
Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:05
Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi "Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum. 25. nóvember 2011 12:59