Ítalir funda um alvarlega stöðu landsins 2. ágúst 2011 10:41 Fulltrúar í fjármálastöðugleikanefnd Ítalíu koma til fundar í dag þar sem ræða á alvarlega stöðu landsins. Óróinn sem ríkir á fjármálamörkuðum ógnar stöðuleika ítalska ríkisins og er lántökukostnaður þess að verða svo hár að málin gætu þróast yfir í djúpa skuldakreppu. Fjallað er um málið í frétt á Reuters. Þar segir að vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára séu komnir yfir 6% sem þýðir að skuldirnar teljast ósjálfbærar til lengri tíma. Vaxtamunurinn á ítölsku bréfunum og þeim þýsku er nú 3,85 prósentustig sem er mesti munur í sögunni. Fjármálastöðugleikanefndin samanstendur af fulltrúum frá ítalska efnahagsráðuneytinu, seðlabanka landsins, fjármálaeftirlitinu og tryggingarsjóði innistæðueigenda. Þá mun Giulio Tremonte efnahagsmálaráðherra landsins sitja fundinn sem og fjármálaráðherrann Vittorio Grilli. Fram kemur í frétt Reuters að fjárfestar hafi áhyggjur af stöðu Tremonti innan ítölsku stjórnarinnar en grunnt mun á því góða með honum og Silvio Berlusconi forsætisráðherra. Tremonti hefur þótt standa sig mjög vel í embætti sínu og hefur á sér ímynd stöðugleika í annars óstöðugu stjórnmálalífi landsins. Það er einkum honum að þakka að Ítalía hefur ekki verið eins í sviðsljósinu og Grikkland og Portúgal. Ítalskir bankar hafa orðið verulega fyrir barðinu á ástandinu en hlutir í þeim hafa fallið um yfir 20% að jafnaði það sem af er árinu. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fulltrúar í fjármálastöðugleikanefnd Ítalíu koma til fundar í dag þar sem ræða á alvarlega stöðu landsins. Óróinn sem ríkir á fjármálamörkuðum ógnar stöðuleika ítalska ríkisins og er lántökukostnaður þess að verða svo hár að málin gætu þróast yfir í djúpa skuldakreppu. Fjallað er um málið í frétt á Reuters. Þar segir að vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára séu komnir yfir 6% sem þýðir að skuldirnar teljast ósjálfbærar til lengri tíma. Vaxtamunurinn á ítölsku bréfunum og þeim þýsku er nú 3,85 prósentustig sem er mesti munur í sögunni. Fjármálastöðugleikanefndin samanstendur af fulltrúum frá ítalska efnahagsráðuneytinu, seðlabanka landsins, fjármálaeftirlitinu og tryggingarsjóði innistæðueigenda. Þá mun Giulio Tremonte efnahagsmálaráðherra landsins sitja fundinn sem og fjármálaráðherrann Vittorio Grilli. Fram kemur í frétt Reuters að fjárfestar hafi áhyggjur af stöðu Tremonti innan ítölsku stjórnarinnar en grunnt mun á því góða með honum og Silvio Berlusconi forsætisráðherra. Tremonti hefur þótt standa sig mjög vel í embætti sínu og hefur á sér ímynd stöðugleika í annars óstöðugu stjórnmálalífi landsins. Það er einkum honum að þakka að Ítalía hefur ekki verið eins í sviðsljósinu og Grikkland og Portúgal. Ítalskir bankar hafa orðið verulega fyrir barðinu á ástandinu en hlutir í þeim hafa fallið um yfir 20% að jafnaði það sem af er árinu.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira