Glitnir fer í nauðasamninga og slitastjórn fer frá Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júlí 2011 18:30 Glitnir banki fer að öllum líkindum í nauðasamninga og þá taka kröfuhafar bankans við stjórn þrotabúsins án milliliða og slitastjórn bankans verður lögð niður. Á síðasta degi þingsins í vor var lögum um fjármálafyrirtæki breytt en tekin var upp í lögin tilvitnun í lög um gjaldþrotaskipti og slitastjórnum með því meinað að greiða upp jafnóðum hluta af almennum kröfum undir slitameðferð. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við Stöð 2 að eftir þessa lagabreytingu væri ekki hægt að greiða út til almennra kröfuhafa það lausafé sem hefði safnast upp hjá þrotabúinu. Þetta þýddi í raun gjaldþrotameðferð eða nauðasamninga fyrir bankann. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur það verið kynnt fyrir kröfuhöfum Glitnis að setja bankann í nauðasamninga. Samkvæmt lögunum sem samþykkt voru í vor færast störf skilanefnda jafnframt til slitastjórna og gerist það í síðasta lagi 1. janúar 2012. Þegar bankinn fer í nauðasamninga lýkur slitastjórn störfum slitastjórnar og kröfuhafar taka við bankanum án milliliða og skipa sína eigin stjórnarmenn yfir honum. Velta má fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa á ISB Holding, dótturfélag Glitnis, en það heldur utan um 95 prósenta hlut í Íslandsbanka. Það leiðir af eðli máls að ef félagið fer í nauðasamninga taka kröfuhafarnir við allri starfseminni og þar með ISB Holding. Hluturinn í Íslandsbanka er sem kunnugt er í söluferli og er það svissneski bankinn UBS sem annast það fyrir þrotabúið. Aðspurð hvað þetta þýddi fyrir ISB Holding og eignarhaldið á Íslandsbanka sagði Steinunn of snemmt að svara því. Steinunn sagði að áður en bankinn færi í nauðasamninga þyrfti að leysa úr ágreiningi um kröfur en ágreiningur er um fjögur þúsund kröfur í þrotabú bankans. Hún sagðist telja útilokað að bankinn færi í nauðasamninga á þessu ári og ólíklegt að það næðist á því næsta og vísaði þar til ágreinings um kröfur fyrir dómstólum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Glitnir banki fer að öllum líkindum í nauðasamninga og þá taka kröfuhafar bankans við stjórn þrotabúsins án milliliða og slitastjórn bankans verður lögð niður. Á síðasta degi þingsins í vor var lögum um fjármálafyrirtæki breytt en tekin var upp í lögin tilvitnun í lög um gjaldþrotaskipti og slitastjórnum með því meinað að greiða upp jafnóðum hluta af almennum kröfum undir slitameðferð. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við Stöð 2 að eftir þessa lagabreytingu væri ekki hægt að greiða út til almennra kröfuhafa það lausafé sem hefði safnast upp hjá þrotabúinu. Þetta þýddi í raun gjaldþrotameðferð eða nauðasamninga fyrir bankann. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur það verið kynnt fyrir kröfuhöfum Glitnis að setja bankann í nauðasamninga. Samkvæmt lögunum sem samþykkt voru í vor færast störf skilanefnda jafnframt til slitastjórna og gerist það í síðasta lagi 1. janúar 2012. Þegar bankinn fer í nauðasamninga lýkur slitastjórn störfum slitastjórnar og kröfuhafar taka við bankanum án milliliða og skipa sína eigin stjórnarmenn yfir honum. Velta má fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa á ISB Holding, dótturfélag Glitnis, en það heldur utan um 95 prósenta hlut í Íslandsbanka. Það leiðir af eðli máls að ef félagið fer í nauðasamninga taka kröfuhafarnir við allri starfseminni og þar með ISB Holding. Hluturinn í Íslandsbanka er sem kunnugt er í söluferli og er það svissneski bankinn UBS sem annast það fyrir þrotabúið. Aðspurð hvað þetta þýddi fyrir ISB Holding og eignarhaldið á Íslandsbanka sagði Steinunn of snemmt að svara því. Steinunn sagði að áður en bankinn færi í nauðasamninga þyrfti að leysa úr ágreiningi um kröfur en ágreiningur er um fjögur þúsund kröfur í þrotabú bankans. Hún sagðist telja útilokað að bankinn færi í nauðasamninga á þessu ári og ólíklegt að það næðist á því næsta og vísaði þar til ágreinings um kröfur fyrir dómstólum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira