Handbolti

Vignir með sjö mörk í þriðja sigri Hannover í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Mynd/Valli
Hannover-Burgdorf vann mikilvægan fimm marka sigur á HSG Ahlen-Hamm í botnbaráttuslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hannover vann leikinn 28-23 eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik.

Vignir Svavarsson átti fínan leik fyrir Hannover og skoraði sjö mörk. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk en Sigurbergur Sveinsson komst ekki á blað. Einar Hólmgeirsson skoraði eitt mark fyrir lið Ahlen-Hamm sem er í slæmum málum í fallsæti deildarinnar.

Þetta var þriðji sigurleikur Hannover-Burgdorf í röð og liðið komst með honum upp að hlið MT Melsungen í 14. sæti þýsku deildarinnar.

Aron Kristjánsson var rekinn frá Hannover-Burgdorf í febrúar, liðið tapaði fyrstu þremur leikjunum undir stjórn Christopher Nordmeyer en hefur nú náð í átta stiga af síðustu tíu mögulegum og er á góðri leið með að koma sér upp úr fallbaráttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×