Verður að binda endi á óvissuna hjá Löwen Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2011 07:00 Rhein-Neckar Löwen hefur fengið háar upphæðir frá Jesper Nielsen síðustu fjögur árin. Mynd/AG Síðustu þrjú árin hefur danski skartgripasalinn „Kasi-Jesper" Nielsen lagt meira en tíu milljónir evra í þýska handboltafélagið Rhein-Neckar Löwen. Nú virðast tengsl hans við félagið að rofna og var fjallað um fjárhagslega framtíð Löwen í þýska dagblaðinu Mannheimer Morgen í gær. Nielsen ætlaði að gera Löwen að besta handboltafélagi heims en hefur síðan þá sett meiri púður í heimafélagið sitt, AG Kaupmannahöfn. Eftir situr Löwen sem er enn án titla og er nú í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég vona að þessi mál komist fljótlega á hreint. Annars líða allir fyrir það og það væri ekki sanngjarnt," sagði framkvæmdarstjórinn Thorsten Storm í samtali við blaðið. Nielsen er þó enn með styrktarsamning við Löwen sem gildir til ársins 2015. Hvað tekur svo við er óvíst. „Ef að hlutirnir breytast verður maður bara að taka því og finna nýjar lausnir." Sjálfur neitaði Nielsen því í gær að hann væri að stíga frá borði. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég er enn í starfi aðalráðgjafa hjá félaginu og það mun ekki breytast á næstunni. Framkvæmdarstjórinn minn virðist vita eitthvað annað og meira. Það er athyglisvert - í hefðbundnum viðskiptum ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig.“ Nielsen hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa afskipti af leikmannamálum. Hann hefur sjálfur samið við leikmenn og skuldbundið sig til að standa straum af launakostnaði þeirra á samningstímanum. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins og Róbert Gunnarsson er enn á mála hjá Löwen. Guðmundur sagði í viðtalið við Fréttablaðið á dögunum að tíðinda væri að vænta af þessum málum. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Fyrir nokkru síðan var gengið frá samningum við Alexander Petersson og danska landsliðsmarkvörðinn Niklas Landin. Storm segir að þeir samningar standi og að leikmennirnir komi til félagsins. Pólska skyttan Krzysztof Lijewski verður einnig áfram hjá félaginu þrátt fyrir að vera á háum launum. „Við reiknum með þeim öllum. Niklas Landin og Alexander eru báðir að leita sér að húsnæði hér á þessu svæði." Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira
Síðustu þrjú árin hefur danski skartgripasalinn „Kasi-Jesper" Nielsen lagt meira en tíu milljónir evra í þýska handboltafélagið Rhein-Neckar Löwen. Nú virðast tengsl hans við félagið að rofna og var fjallað um fjárhagslega framtíð Löwen í þýska dagblaðinu Mannheimer Morgen í gær. Nielsen ætlaði að gera Löwen að besta handboltafélagi heims en hefur síðan þá sett meiri púður í heimafélagið sitt, AG Kaupmannahöfn. Eftir situr Löwen sem er enn án titla og er nú í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég vona að þessi mál komist fljótlega á hreint. Annars líða allir fyrir það og það væri ekki sanngjarnt," sagði framkvæmdarstjórinn Thorsten Storm í samtali við blaðið. Nielsen er þó enn með styrktarsamning við Löwen sem gildir til ársins 2015. Hvað tekur svo við er óvíst. „Ef að hlutirnir breytast verður maður bara að taka því og finna nýjar lausnir." Sjálfur neitaði Nielsen því í gær að hann væri að stíga frá borði. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég er enn í starfi aðalráðgjafa hjá félaginu og það mun ekki breytast á næstunni. Framkvæmdarstjórinn minn virðist vita eitthvað annað og meira. Það er athyglisvert - í hefðbundnum viðskiptum ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig.“ Nielsen hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa afskipti af leikmannamálum. Hann hefur sjálfur samið við leikmenn og skuldbundið sig til að standa straum af launakostnaði þeirra á samningstímanum. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins og Róbert Gunnarsson er enn á mála hjá Löwen. Guðmundur sagði í viðtalið við Fréttablaðið á dögunum að tíðinda væri að vænta af þessum málum. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Fyrir nokkru síðan var gengið frá samningum við Alexander Petersson og danska landsliðsmarkvörðinn Niklas Landin. Storm segir að þeir samningar standi og að leikmennirnir komi til félagsins. Pólska skyttan Krzysztof Lijewski verður einnig áfram hjá félaginu þrátt fyrir að vera á háum launum. „Við reiknum með þeim öllum. Niklas Landin og Alexander eru báðir að leita sér að húsnæði hér á þessu svæði."
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira