Viðskipti innlent

Seldu jafn mikið af símum og árið 2007

Snjallsímar voru mestseldu símarnir hjá Símanum fyrir þessi jól eða 67% allra seldra tækja. Þegar fjöldi seldra síma er skoðaður samanborið við síðust ár kemur í ljós að jafnmargir símar seldust nú og árið 2007 og ennfremur var meðalverð þeirra síma sem seldust mest fyrir þessi jól u.þ.b. tvöfalt hærra miðað við árið 2007, að því er greint er frá í tilkynningu frá Símanum.

Spjaldtölvur voru einnig vinsælar fyrir þessi jól en snjallsímar virðast hafa verið jólagjöfin í ár.

„Við sjáum gríðarlegan vöxt í seldum snjallsímum frá því í fyrra en þá var hlutfall snjallsíma 33%, var núna 67%," segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Þess má geta að vöxtur í sölu á Android snjallsímum var meira en þrefaldur á milli ára, í fyrra nam hlutfall þeirra 15% en var 56% þessi jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×