Viðskipti innlent

Upplýst bótasvik spara 700 milljónir á tæpu ári

Eftirlitsdeild Vinnumálastofnunnar hefur upplýst um bótasvik sem sparað hafa stofnunni 700 milljónir kr. á tímabilinu frá október 2009 og fram til september í fyrra.

Þettak kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á Alþingi um eftirlit og bótasvik.

Siv spurði m.a. hvað hafa sparast háar upphæðir við að uppvíst hefur orðið um bótasvik hjá Vinnumálastofnun eftir að eftirlitsdeild hennar hóf störf, sundurgreint eftir helstu tegundum bótasvika? Í svarinu segir að eftirlitsdeild Vinnumálastofnunar tók formlega til starfa í byrjun október 2009. Fram til september í fyrra höfðu störf hennar sparað 700 milljónir kr.

Sundurliðið felst sparnaðurinn í að ábendingar um bótasvik skiluðu 143,4 milljónum kr. Staðfest atvinnuleit erlendis frá sparaði 161,7 milljónir kr. og virkt eftirlit sparaði 246,5 milljónir kr.

Þá spöruðust tæplega 110 milljónir kr. við samkeyrslu við nemendaskrár skóla og 15 milljónir við samkeyrslu við Fangelsismálastofnun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×