Viðskipti innlent

Faxaflóahafnir leggja 50 milljónir í aðstöðu fyrir smábáta

Stjórn Faxaflóahafna hefur ákveðið að leggja 50 milljónir kr. í formi hlutafé til byggingar aðstöðu fyrir útgerðir smábáta á Akranesi.

Fjallað var um málið í vísir.is í nóvember s.l. en þar kom fram að án nokkurs vafa eru aðstæður í Akraneshöfn fyrir smábátaútgerð góðar. Þar eru góðar flotbryggjur, fyrirtaks aðstaða til löndunar, öflugur fiskmarkaður í næsta nágrenni og fyrirtaks þjónusta að öðru leyti.

Á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna var lagt fram minnisblað hafnarstjóra varðandi byggingu aðstöðu fyrir útgerðir smábáta á Akranesi dags. 8.2.2011.

Síðan er bókað í fundargerð. „Hafnarstjórn samþykkir að heimila Halakoti ehf. að ganga frá nauðsynlegum verk- og sölusamningum vegna byggingar á aðstöðu fyrir smábátaútgerðir á Akranesi í samræmi við framlagt minnisblað hafnarstjóra.

Samþykkt að leggja 50.0 milljóna kr. hlutafé í félagið vegna verkefnisins. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar Faxaflóahafna sf."




Tengdar fréttir

Vilja hefja byggingu útgerðarmiðstöðvar á Akranesi

Faxaflóahafnir og Akraneskaupstaður leita nú að áhugasömum aðilum til að reisa útgerðarmiðstöð á Akranesi. Unnið hefur verið að undirbúningi málsins um nokkurt skeið. Um er að ræða aðstöðu fyrir útgerð smábáta og aðra hafnsækna starfsemi við Akraneshöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×