Viðskipti innlent

Afkoma Nýherja undir áætlunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórður Sverrisson er forstjóri Nýherja.
Þórður Sverrisson er forstjóri Nýherja.
Heildarhagnaður Nýherja var 18 milljónir króna fyrstu 9 mánuði ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. EBITDA var 77 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, en var 169 milljónir króna á sama tímabili árið á undan. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að afkoman sé undir áætlunum.

„Afkoma allra eininga og dótturfélaga samstæðunnar er í takt við áætlanir, ef frá er talin Applicon A/S í Danmörku. Félagið hefur ásamt samstarfsfyrirtæki í Danmörku unnið að innleiðingu og afhendingu á umfangsmikilli lausn fyrir opinberan aðila og hafa tafir við afhendingu lausnarinnar valdið verulegum viðbótarkostnaði fyrir Applicon. Rekstur annarra eininga samstæðunnar hefur verið ágætur og horfur góðar í fjórða ársfjórðungi," segir Þórður í tilkynningu til fjölmiðla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×