Sturla: Hef trú á sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2011 13:30 Sturla Ásgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Diener Sturla Ásgeirsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um HM í handbolta en Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á mótinu, gegn Ungverjum. Vísir er með ítarlega umfjöllun um mótið og liður í því að teymi sérfræðinga mun fjalla um leiki íslenska liðsins, bæði fyrir og eftir leik. Sturla þekkir vel til í íslenska liðinu enda var hann bæði í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking og í bronsliðinu á EM í Austurríki í fyrra. Auk hans verða Sigurður Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, Vísis innan handar á meðan mótinu stendur. „Ég geri ráð fyrir því að leikmenn hafi í morgun verið á vídjófundum hjá Gumma þjálfara og að fara yfir andstæðinginn," sagði Sturla spurður um hvernig síðustu klukkutímarnir væru fyrir leiki liðsins á stórmótum. „Það er oft æfing og fundur á leikdegi og svo er slakað á upp á hótelinu áður en liðið fer á keppnistaðinn. Leikmenn beita mismunandi aðferðum til að taka því rólega, sumir leggja sig en aðrir lesa eða horfa á sjónvarpið." Sturla á von á erfiðum leik í dag. „Ungverjarnir virðast vera með mjög gott lið. Þarna eru margir leikmenn sem hafa verið lengi í landsliðinu. Liðið er þar að auki með frábæra hornamenn, frábæran línumann og góðar skyttur sem þarf að taka alvarlega." „En ég tel að liðið sé búið að undirbúa sig vel fyrir leikinn. Það var strax byrjað að kíkja á þennan leik á síðustu æfingu liðsins hér heima," bætti hann við en Sturla var í nítján manna æfingahópi íslenska landsliðsins. Sautján leikmenn fóru svo til Svíþjóðar. „Það sem við þurfum að passa sérstaklega er að gefa línumanninum ekki of mikið pláss. Íslenska vörnin hefur alltaf verið dugleg að mæta skyttum andstæðingsins og það vill oft verða til þess að það losni um línumanninn." „En ég held að við vinnum þetta. Kannski ekki örugglega en allavega með 2-3 mörkum. Maður veit svo sem aldrei hvað gerist en ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik." „Miðað við æfingaleikina gegn Þýskalandi lítur liðið vel út. Ég veit ekki betur en svo að allir séu heilir og klárir í slaginn. Nú þarf liðið að ná upp góðum leik. Ég hef enga trú á öðru en að það takist og að við vinnum þennan leik." Sturla segir það vissulega svekkjandi að hafa ekki verið valinn til þess að fara til Svíþjóðar. „Það eru vissulega vonbrigði enda væri ég varla alvöru íþróttamaður ef ég væri sáttur við það. En svona er þetta bara í þetta skiptið. Ég vona fyrir hönd liðsins að því gangi vel. Ég mun fylgjast spenntur með heima." Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
Sturla Ásgeirsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um HM í handbolta en Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á mótinu, gegn Ungverjum. Vísir er með ítarlega umfjöllun um mótið og liður í því að teymi sérfræðinga mun fjalla um leiki íslenska liðsins, bæði fyrir og eftir leik. Sturla þekkir vel til í íslenska liðinu enda var hann bæði í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking og í bronsliðinu á EM í Austurríki í fyrra. Auk hans verða Sigurður Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, Vísis innan handar á meðan mótinu stendur. „Ég geri ráð fyrir því að leikmenn hafi í morgun verið á vídjófundum hjá Gumma þjálfara og að fara yfir andstæðinginn," sagði Sturla spurður um hvernig síðustu klukkutímarnir væru fyrir leiki liðsins á stórmótum. „Það er oft æfing og fundur á leikdegi og svo er slakað á upp á hótelinu áður en liðið fer á keppnistaðinn. Leikmenn beita mismunandi aðferðum til að taka því rólega, sumir leggja sig en aðrir lesa eða horfa á sjónvarpið." Sturla á von á erfiðum leik í dag. „Ungverjarnir virðast vera með mjög gott lið. Þarna eru margir leikmenn sem hafa verið lengi í landsliðinu. Liðið er þar að auki með frábæra hornamenn, frábæran línumann og góðar skyttur sem þarf að taka alvarlega." „En ég tel að liðið sé búið að undirbúa sig vel fyrir leikinn. Það var strax byrjað að kíkja á þennan leik á síðustu æfingu liðsins hér heima," bætti hann við en Sturla var í nítján manna æfingahópi íslenska landsliðsins. Sautján leikmenn fóru svo til Svíþjóðar. „Það sem við þurfum að passa sérstaklega er að gefa línumanninum ekki of mikið pláss. Íslenska vörnin hefur alltaf verið dugleg að mæta skyttum andstæðingsins og það vill oft verða til þess að það losni um línumanninn." „En ég held að við vinnum þetta. Kannski ekki örugglega en allavega með 2-3 mörkum. Maður veit svo sem aldrei hvað gerist en ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik." „Miðað við æfingaleikina gegn Þýskalandi lítur liðið vel út. Ég veit ekki betur en svo að allir séu heilir og klárir í slaginn. Nú þarf liðið að ná upp góðum leik. Ég hef enga trú á öðru en að það takist og að við vinnum þennan leik." Sturla segir það vissulega svekkjandi að hafa ekki verið valinn til þess að fara til Svíþjóðar. „Það eru vissulega vonbrigði enda væri ég varla alvöru íþróttamaður ef ég væri sáttur við það. En svona er þetta bara í þetta skiptið. Ég vona fyrir hönd liðsins að því gangi vel. Ég mun fylgjast spenntur með heima."
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira