Handbolti

Strákarnir byrjaðir að hita upp

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Gametime. Gunnar Magnússon er hér ásamt Þóri Ólafssyni. Mynd/Valli
Gametime. Gunnar Magnússon er hér ásamt Þóri Ólafssyni. Mynd/Valli

Það er nú aðeins klukkutími þar til leikur Íslands og Ungverjalands hefst á HM. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna í keppninni og fyrsti leikur dagsins í B-riðli.

Noregur og Japan mætast strax á eftir og lokaleikur dagsins í riðlinum er viðureign Austurríkis og Brasilíu.

Strákarnir voru byrjaðir að hita upp rúmlega klukkutíma fyrir leik.





Mynd/Valli

Þórir Ólafsson var fyrstur út á gólfið en hann er að glíma við veikindi og vill því eðlilega hita vel upp fyrir átökin.

Talsvert af fólki er þegar komið í Himmelstalundshallen og þar af eitthvað af Íslendingum.

Þeir munu vafalítið láta vel í sér heyra en strákarnir okkar hafa ætíð fengið góðan stuðning frá áhorfendum á stórmótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×