Handbolti

Alexander: Erfitt að eiga við þessa vörn hjá okkur

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Alexander gefur hér aðdáendum frá Lettlandi eiginhandar áritun eftir leik. Hann er fæddur og uppalinn þar og ekki gleymdur greinilega. Mynd/Valli
Alexander gefur hér aðdáendum frá Lettlandi eiginhandar áritun eftir leik. Hann er fæddur og uppalinn þar og ekki gleymdur greinilega. Mynd/Valli

Íþróttamaður ársins, Alexander Petersson, stóð undir nafni í kvöld er hann átti frábæran leik fyrir íslenska landsliðið gegn Ungverjum.

Alexander skoraði góð mörk, var magnaður í vörninni og stal fjölmörgum boltum af Ungverjunum.

„Ég er ekkert hættur," sagði Alexander sáttur eftir leikinn.

„Við spiluðum frábæra vörn í þessum leik og það er ekkert auðvelt að mæta okkur þegar við spilum svona góða vörn. Við unnum og það er fyrir öllu. Ég er virkilega sáttur við þennan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×