Handbolti

Þórir að braggast og spilar í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórir er að hressast.
Þórir er að hressast.

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson mun taka þátt í leiknum gegn Ungverjum í dag en óttast var um þáttöku hans í gær þar sem hann var að veikjast.

Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, er Þórir á batavegi og mun koma með liðinu til Norrköping í dag og spila.

Aðrir leikmenn íslenska liðsins eru einnig klárir í slaginn.

Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×