Seðlabankastjóri: Stöndum á krossgötum 14. janúar 2011 12:39 „Þær krossgötur sem við stöndum á nú felast í því að nú þarf að breyta stöðugleika í fjárfestingu, hagvöxt og atvinnu. Að vísu er flest sem bendir til þess að hagvöxtur hafi hafist á seinni hluta síðasta árs. Hann var hins vegar ekkert sérlega kröftugur og fjárfesting er áfram í sögulegu lágmarki." Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í erindi sem hann flutti á málstofu í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri í dag. Hann hóf mál sitt á því að fagna veru sinni á Akureyri. Erindi sem þessi hefði hann eingöngu flutt á höfuðborgarsvæðinu hingað til. Hinsvegar væri Seðlabankinn banki allra landsmanna og því vel við hæfi að hann væri staddur á Akureyri í dag. Már segir að atvinnuleysi sé enn miklu hærra en Íslendingar hafa átt að venjast og felur í sér verulega ónýtta framleiðslugetu í hagkerfinu. Í því samhengi er margt sem bendir til þess að þau fjármagnshöft sem reyndust vel til að stuðla að stöðugleikanum séu í vaxandi mæli hamlandi á fjárfestingu og viðskiptatækifæri og gætu því í vaxandi mæli farið að virka sem dragbítur á hagvöxt. „Í öllu falli eru Íslendingar samningsbundnir gagnvart aðildarlöndum EES að afnema höftin þegar neyðin sem kallaði á þau er yfirstaðin," segir Már. „Það er því heppilegt að aðstæður til að lyfta höftunum hafa batnað á undanförnum mánuðum. Í fyrsta lagi kemur þar til að þjóðhagslegur stöðugleiki hefur aukist eins og ég hef rakið hér að framan. Síðan hefur afkoma ríkissjóðs batnað og lánsfjáreftirspurn hans fer minnkandi og verði haldið áfram á þeirri braut þarf ekki að óttast ósjálfbæra skuldasöfnun hans. Þá hefur gjaldeyrisforði stóraukist og áhyggjur vegna erlendrar lausafjárstöðu þjóðarbúsins hafa minnkað verulega. Það sem helst vantar upp á er að staða bankakerfisins teljist nægilega traust til að það geti fjármagnað sig utan gjaldeyrishafta. Vonir eru bundnar við að hægt verði að gefa út slíkt heilbrigðisvottorð á næstu mánuðum. Það skal ítrekað í þessu sambandi að samkvæmt yfirlýsingum sem komu fram í nóvember, svo og því efni sem gert er opinbert í framhaldi af fjórðu endurskoðun áætlunarinnar með AGS að nú er unnið að nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta og er áformað að opinbera hana fyrir lok febrúar. Jafnframt hefur því verið lýst yfir að ekkert verður gert varðandi afnám hafta fyrr en þessi áætlun hefur verið birt, nema þá hugsanlega að skipulagt verði skiptiútboð milli aflandskróna í eigu erlendra aðila og erlends gjaldeyris í eigu innlendra aðila og að aflandskrónum geti verið hleypt í fjárfestingu í atvinnulífinu með tilteknum skilyrðum." Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Þær krossgötur sem við stöndum á nú felast í því að nú þarf að breyta stöðugleika í fjárfestingu, hagvöxt og atvinnu. Að vísu er flest sem bendir til þess að hagvöxtur hafi hafist á seinni hluta síðasta árs. Hann var hins vegar ekkert sérlega kröftugur og fjárfesting er áfram í sögulegu lágmarki." Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í erindi sem hann flutti á málstofu í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri í dag. Hann hóf mál sitt á því að fagna veru sinni á Akureyri. Erindi sem þessi hefði hann eingöngu flutt á höfuðborgarsvæðinu hingað til. Hinsvegar væri Seðlabankinn banki allra landsmanna og því vel við hæfi að hann væri staddur á Akureyri í dag. Már segir að atvinnuleysi sé enn miklu hærra en Íslendingar hafa átt að venjast og felur í sér verulega ónýtta framleiðslugetu í hagkerfinu. Í því samhengi er margt sem bendir til þess að þau fjármagnshöft sem reyndust vel til að stuðla að stöðugleikanum séu í vaxandi mæli hamlandi á fjárfestingu og viðskiptatækifæri og gætu því í vaxandi mæli farið að virka sem dragbítur á hagvöxt. „Í öllu falli eru Íslendingar samningsbundnir gagnvart aðildarlöndum EES að afnema höftin þegar neyðin sem kallaði á þau er yfirstaðin," segir Már. „Það er því heppilegt að aðstæður til að lyfta höftunum hafa batnað á undanförnum mánuðum. Í fyrsta lagi kemur þar til að þjóðhagslegur stöðugleiki hefur aukist eins og ég hef rakið hér að framan. Síðan hefur afkoma ríkissjóðs batnað og lánsfjáreftirspurn hans fer minnkandi og verði haldið áfram á þeirri braut þarf ekki að óttast ósjálfbæra skuldasöfnun hans. Þá hefur gjaldeyrisforði stóraukist og áhyggjur vegna erlendrar lausafjárstöðu þjóðarbúsins hafa minnkað verulega. Það sem helst vantar upp á er að staða bankakerfisins teljist nægilega traust til að það geti fjármagnað sig utan gjaldeyrishafta. Vonir eru bundnar við að hægt verði að gefa út slíkt heilbrigðisvottorð á næstu mánuðum. Það skal ítrekað í þessu sambandi að samkvæmt yfirlýsingum sem komu fram í nóvember, svo og því efni sem gert er opinbert í framhaldi af fjórðu endurskoðun áætlunarinnar með AGS að nú er unnið að nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta og er áformað að opinbera hana fyrir lok febrúar. Jafnframt hefur því verið lýst yfir að ekkert verður gert varðandi afnám hafta fyrr en þessi áætlun hefur verið birt, nema þá hugsanlega að skipulagt verði skiptiútboð milli aflandskróna í eigu erlendra aðila og erlends gjaldeyris í eigu innlendra aðila og að aflandskrónum geti verið hleypt í fjárfestingu í atvinnulífinu með tilteknum skilyrðum."
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira