Handbolti

Björgvin: Vörnin var of góð fyrir mig

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Björgvin fagnar með Hreiðari Levý í kvöld. Mynd/Valli
Björgvin fagnar með Hreiðari Levý í kvöld. Mynd/Valli

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti þokkalegan leik í marki Íslands í kvöld. Átti köflóttan leik, rétt eins og liðið.

„Ég er nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn hjá mér en í seinni hálfleikd datt ég eiginlega út því þeir komu oft ekki skoti á markið. Strákarnir í vörninni voru rosalegir svo þeir gátu ekkert skotið á markið. Ég kólnaði aðeins við það. Það má því segja að vörnin hafi verið of góð fyrir mig," sagði brosmildur Björgvin eftir leikinn.

„Einbeitingin datt aðeins út við það en það var fyrir öllu að vinna leikinn. Það skiptir ekki máli hvernig ég ver ef við vinnum," sagði Björgvin sem var þokkalega sáttur við leik liðsins.

„Við getum ekki spilað eins og heimsmeistarar í hverjum leik. Við þurfum að finna taktinn hjá okkur. Þetta var ekki auðveldur upphafsleikur og undirbúningurinn fyrir leikinn skilaði okkur góðum sigri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×