Handbolti

Frakkar, Króatar og Þjóðverjar byrjuðu á sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikola Karabatic í leiknum á móti Túnis í dag.
Nikola Karabatic í leiknum á móti Túnis í dag. Mynd/AFP
Frakklandi, Króatía og Þýskaland unnu öll í dag fyrsta leik sinn á HM í handbolta í Svíþjóð. Frakkar unnu stórsigur á Túnis, Króatar unnu sex marka sigur á Rúmenum og Þjóðverjar unnu Egypta með fimm marka mun.

Króatar unnu Rúmeníu 27-21 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13. Manuel Strlek skoraði átta mörk fyrir Króatíu og þeir Ivano Balic og Vedran Zrnic voru með fjögur mörk hvor. Alexandru Stamate skoraði sjö mörk fyrir Rúmeníu.

Þjóðverjar unnu 30-25 sigur á Egyptum eftir að hafa verið 15-12 yfir í hálfleik. Uwe Gensheimer skoraði 9 mörk fyrir þýska liðið og þeir Pascal Hens og Holger Glandorf voru báðir með fimm mörk. Ahmed El Ahmar skoraði sex mörk fyrir Egypta.

Heimsmeistarar Frakka unnu 32-19 sigur á Túnis eftir að hafa verið 15-9 yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×