Handbolti

Sænskur landsliðsmaður í einangrun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonas Larholm í leik með sænska landsliðinu.
Jonas Larholm í leik með sænska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Jonas Larholm, leikmaður sænska landsliðsins, mun ekki spila með Svíum gegn Síle í opnunarleik HM í handbolta í dag.

Larholm er nefnilega veikur og er því haldið í einangrun á hóteli sænska landsliðsins.

Larholm er félagi Ingimundar Ingimundarsonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Álaborg og er nú að glíma við kvef.

Sænsku landsliðsþjálfararnir vilja enga áhættu taka og hafa því tekið Fredrik Petersen, herbergisfélaga Larholm, út af herbergi þeirra og er Larholm því einn inn á herberginu þar til hann jafnar sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×