Viðskipti innlent

Meiri fiskur fer á fiskmarkaði

Hlutfall þorsks, ýsu, steinbíts og ufsa sem selt er á fiskmörkuðum hefur vaxið á síðustu þremur fiskveiðiárum. Frá þessu er greint á vef Landsambands íslenskra smábátaeigenda.

Á fiskveiðiárinu 2007/2008 voru 25.618 tonn af þorski seld á fiskmörkuðum, sem jafngilti sautján prósentum af heildarþorskafla þess árs. Síðasta fiskveiðiár skilaði hins vegar 37 þúsund tonnum á markað sem jafngilti 21 prósenti af þorskaflanum.

Hlutfall ýsu fór úr 32 prósentum í 38 prósent, steinbítur úr 53 í 63 prósent og ufsinn úr níu í fjórtán prósent. - shá










Fleiri fréttir

Sjá meira


×