Handbolti

Svíar unnu tíu marka sigur á Síle í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kim Ekdahl í leiknum í kvöld.
Kim Ekdahl í leiknum í kvöld. Mynd/AFP

Svíar unnu öruggan tíu marka sigur á Síle, 28-18, í opnunarleik HM í handbolta í Gautaborg í kvöld. Svíar voru 15-8 yfir í hálfleik og náðu mest tólf marka forustu í leiknum. Þetta var eini leikur dagsins á HM í Svíþjóð en fyrsti leikur Íslands er síðan á móti Ungverjum á morgun.

Síle byrjaði ágætlega og komst 4-2 yfir eftir fimm mínútna leik en Svíar skoruðu næstu sex mörk og voru með örugga forustu eftir það. Svíar voru með sjö marka forustu í hálfleik, 15-8, og náðu mest tólf marka forustu, 26-14, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Þetta var fyrsti leikurinn í D-riðli en í honum eru einnig Pólland, Slóvakía, Suður-Kórea og Argentína.

Kim Ekdahl skoraði sex mörk fyrir Svía og þeir Fredrik Petersen og Oscar Carlen skoruðu báðir fimm mörk. Emil Feuchtmann var markahæstur hjá Síle með fjögur mörk en bróðir hans Erwin Feuchtmann skoraði þrjú mörk eins og Rodrigo Salinas.

HM boltavaktin á visir.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×