Handbolti

Björgvin Páll og félagar úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Kadetten Schaffhausen er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið tapaði fyrir franska meistaraliðinu Montpellier á útivelli í dag, 35-27.

Kadetten vann fyrri leikinn, 31-26, á heimavelli og tapaði því samanlagt með þriggja leikja mun. Björgvin Páll var þá valinn maður leiksins eftir stórglæsilega frammistöðu.

Montpellier er því komið áfram í fjórðungsúrslitin, rétt eins og Kiel, Ciudad Real, Chekhovskie Medvedi, Barcelona og Rhein-Neckar Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×