Handbolti

Aron í liði vikunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Kiel.
Aron Pálmarsson í leik með Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Þýska handboltaritið Handball-Woche valdi Aron Pálmarsson, leikmann Kiel, í lið vikunnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem að Aroni hlotnast þessi heiður.

Kiel tapaði að vísu óvænt fyrir Grosswallstadt í vikunni og á fyrir vikið litla möguleika á að verja meistaratitilinn. Aron skoraði fimm mörk í leiknum.

Liðið komst einnig áfram í Meistaradeild Evrópu með tveimur öruggum sigrum á danska liðinu Kolding. Aron skoraði sex mörk í fyrri leiknum og eitt í þeim síðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×