Handbolti

Ágúst Þór: Enn möguleiki til staðar

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Ágúst lét vel í sér heyra í gær.fréttablaðið/pjetur
Ágúst lét vel í sér heyra í gær.fréttablaðið/pjetur
„Þetta er munurinn á þessum liðum, við erum bara á eftir,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 27-14 tapleikinn gegn Noregi á HM í handbolta í Brasilíu.

Ísland komst í 2-1 en fékk á sig 7 mörk í röð og eftirleikurinn var auðveldur.

„Við náðum þó að halda þeim í 27 mörkum sem er jákvætt. Það var lítil markvarsla hjá okkur í þessum leik. Vörnin var þó ágæt en í sóknarleiknum erum við að gera of mörg mistök. Möguleikar okkar eru enn til staðar. Það er ekkert annað að gera en að fá 3 stig í næstu tveimur leikjum,“ sagði Ágúst.

„Þetta norska lið er bara hrikalega sterkt – eitt það besta í heimi. Það er líka að koma í ljós að þessi riðill er gríðarlega sterkur. Angóla var nálægt því að vinna Svartfjallaland fyrr í kvöld. Við þurfum að halda áfram og ná upp sama hugarfari og í fyrsta leiknum bætti þjálfarinn við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×