Stjórnmálamönnum er skítsama um stelpurnar okkar Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 7. desember 2011 07:15 Norsku stúlkurnar fagna á meðan svekktur leikmaður íslenska liðsins gengur fram hjá.fréttablaðið/pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Evrópu- og ólympíumeistaraliði Noregs á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Ísland þarf að ná í 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum gegn Þýskalandi og Kína til þess að komast í 16-liða úrslit. Erfitt verkefni en til þess þarf Ísland að gera margt mun betur en gegn Noregi í gærkvöld í Arena Santos. Styrkleiki Noregs kom strax í ljós í fyrri hálfleik. Líkamsstyrkur, hraði og tækni þeirra er einfaldlega meiri. Ísland komst ekkert áleiðis gegn uppstilltri vörn Noregs. Til marks um það skoruðu aðeins þrír leikmenn þessi 7 mörk liðsins í fyrri hálfleik, 14-7. Eftir ágætar upphafsmínútur dró í sundur með liðunum og gæðamunurinn var öllum ljós. Í stöðunni 2-1 fyrir Ísland skoruðu Norðmenn 7 mörk í röð, staðan orðin 7-2 og Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, gat leyft sér að nota alla sína leikmenn og hvíla lykilmenn. Markverðir Íslands náðu sér aldrei á strik í gær með aðeins 5 varin skot. Þrátt fyrir það náðu Norðmenn aðeins að skora 27 mörk – sem verður að teljast jákvætt. Sóknarleikurinn er enn stærsta vandamál Íslands. „Ég er eiginlega bara búin að gleyma þessum leik. Ætla ekki að dvelja mikið við hann. Það hefur verið 20 marka munur á þessum liðum að undanförnu, við erum enn langt á eftir. Mér finnst við vera of ragar að skjóta á markið – hugsum of mikið um að gera ekki mistök, í stað þess að láta bara vaða og framkvæma," sagði Hrafnhildur. Í raun þarf ekkert að segja mikið meira um leikinn. Munurinn á Noregi og Íslandi er í dag þessi. Það er staðreynd. Hins vegar má velta því fyrir sér hvað Norðmenn gera fyrir sitt lið og sína leikmenn til þess að ná þessum árangri. Þórir Hergeirsson fær um 200 milljónir kr. á ári til þess að undirbúa sitt lið. Leikmenn liðsins fá um 4-6 milljónir kr. árlega sem stuðningsgreiðslu frá handknattleikssambandinu til þess að geta æft meira með námi eða vinnu. Allt er gert til þess að létta undir með leikmönnum til þess að þær geti verið í fremstu röð í heiminum. Norska þjóðin er stolt af því að eiga íþróttalið og einstaklinga í fremstu röð. Íslendingar eru ekkert öðruvísi – en Norðmenn gera hins vegar eitthvað í því, Íslendingar ekki. Samanburðurinn er svo skakkur að það er í raun ótrúlegt að íslenska A-landslið í boltaíþróttum skuli yfirleitt taka þátt á stórmótum. Fjárhagslegur stuðningur frá íslenska ríkinu er nánast enginn. Og það sem verra er, þeir sem forgangsraða skatttekjum okkar, stjórnmálamenn og konur, þeim virðist vera skítsama. Afsakið orðbragðið. Kostnaður HSÍ við þetta mót er um 15 milljónir kr. og á þessu ári 25-30 milljónir kr. alls. Og styrkurinn frá okkur, íslensku þjóðinni, er til skammar. Rétt um 1,5 milljónir kr. Þar af rétt um helmingur beint af fjárlögum Alþingis. Það undarlega er að það hefur enginn stjórnmálamaður eða stjórnmálaafl nokkurn áhuga á slíkum hlutum. Jú, þegar vel gengur, þá eru allir í stuði með kampavínsglas í hendi. „Það er í raun ótrúlegt hvað Ísland hefur náð góðum árangri miðað við það fjármagn og mannskap sem handknattleikssambandið fær. Ísland er með spennandi lið en þetta er munurinn á þessum liðum í dag," sagði Þórir eftir leikinn í gær. Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Evrópu- og ólympíumeistaraliði Noregs á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Ísland þarf að ná í 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum gegn Þýskalandi og Kína til þess að komast í 16-liða úrslit. Erfitt verkefni en til þess þarf Ísland að gera margt mun betur en gegn Noregi í gærkvöld í Arena Santos. Styrkleiki Noregs kom strax í ljós í fyrri hálfleik. Líkamsstyrkur, hraði og tækni þeirra er einfaldlega meiri. Ísland komst ekkert áleiðis gegn uppstilltri vörn Noregs. Til marks um það skoruðu aðeins þrír leikmenn þessi 7 mörk liðsins í fyrri hálfleik, 14-7. Eftir ágætar upphafsmínútur dró í sundur með liðunum og gæðamunurinn var öllum ljós. Í stöðunni 2-1 fyrir Ísland skoruðu Norðmenn 7 mörk í röð, staðan orðin 7-2 og Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, gat leyft sér að nota alla sína leikmenn og hvíla lykilmenn. Markverðir Íslands náðu sér aldrei á strik í gær með aðeins 5 varin skot. Þrátt fyrir það náðu Norðmenn aðeins að skora 27 mörk – sem verður að teljast jákvætt. Sóknarleikurinn er enn stærsta vandamál Íslands. „Ég er eiginlega bara búin að gleyma þessum leik. Ætla ekki að dvelja mikið við hann. Það hefur verið 20 marka munur á þessum liðum að undanförnu, við erum enn langt á eftir. Mér finnst við vera of ragar að skjóta á markið – hugsum of mikið um að gera ekki mistök, í stað þess að láta bara vaða og framkvæma," sagði Hrafnhildur. Í raun þarf ekkert að segja mikið meira um leikinn. Munurinn á Noregi og Íslandi er í dag þessi. Það er staðreynd. Hins vegar má velta því fyrir sér hvað Norðmenn gera fyrir sitt lið og sína leikmenn til þess að ná þessum árangri. Þórir Hergeirsson fær um 200 milljónir kr. á ári til þess að undirbúa sitt lið. Leikmenn liðsins fá um 4-6 milljónir kr. árlega sem stuðningsgreiðslu frá handknattleikssambandinu til þess að geta æft meira með námi eða vinnu. Allt er gert til þess að létta undir með leikmönnum til þess að þær geti verið í fremstu röð í heiminum. Norska þjóðin er stolt af því að eiga íþróttalið og einstaklinga í fremstu röð. Íslendingar eru ekkert öðruvísi – en Norðmenn gera hins vegar eitthvað í því, Íslendingar ekki. Samanburðurinn er svo skakkur að það er í raun ótrúlegt að íslenska A-landslið í boltaíþróttum skuli yfirleitt taka þátt á stórmótum. Fjárhagslegur stuðningur frá íslenska ríkinu er nánast enginn. Og það sem verra er, þeir sem forgangsraða skatttekjum okkar, stjórnmálamenn og konur, þeim virðist vera skítsama. Afsakið orðbragðið. Kostnaður HSÍ við þetta mót er um 15 milljónir kr. og á þessu ári 25-30 milljónir kr. alls. Og styrkurinn frá okkur, íslensku þjóðinni, er til skammar. Rétt um 1,5 milljónir kr. Þar af rétt um helmingur beint af fjárlögum Alþingis. Það undarlega er að það hefur enginn stjórnmálamaður eða stjórnmálaafl nokkurn áhuga á slíkum hlutum. Jú, þegar vel gengur, þá eru allir í stuði með kampavínsglas í hendi. „Það er í raun ótrúlegt hvað Ísland hefur náð góðum árangri miðað við það fjármagn og mannskap sem handknattleikssambandið fær. Ísland er með spennandi lið en þetta er munurinn á þessum liðum í dag," sagði Þórir eftir leikinn í gær.
Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita