Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 10% milli ára í nóvember

Farþegar Icelandair voru 104 þúsund í nóvember og fjölgaði þeim um 10% frá nóvember á síðasta ári. Sætanýtingin nam 77,0% og jókst um 2,8 prósentustig frá síðasta ári.

Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum félagsins, en þó fjölgaði ferðmönnum til Íslands mest, þar sem aukningin nam 11%.

Flugfélag Íslands flutti 27 þúsund farþega í nóvembermánuði og fækkaði þeim um 1% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 14% miðað við nóvember á síðasta ári.

Gistinætur hjá Flugleiðahótelunum voru alls 17.850 í nóvember og jukust um 11% á milli ára. Herbergjanýtingin var 55,9% og jókst um 3 prósentustig miðað við sama mánuð á síðasta ári, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×