Viðskipti innlent

Landsbankinn greiðir 432 milljarða upp í Icesave-skuldina

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands.
Þrotabú gamla Landsbankans hefur greitt 432 milljarða til kröfuhafa upp í forgangskröfur. Þetta kemur fram á vef slitastjórnar bankans. Stærstur hluti forgangskrafna í bú bankans er vegna innstæðna á Icesave-innlánsreikningum bankans.

Heildarforgangskröfur í bú bankans námu ríflega 1.300 milljörðum króna, en slitastjórnin hefur gefið út að hún telji eignir bankans geta dugað fyrir forgangskröfunum. Sem nær allar eru vegna innlána á Icesave, reikningunum í Bretlandi og Hollandi.

Greitt var út í evrum, pundum, dollurum og íslenskum krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×