Viðskipti innlent

S&P hækkar lánshæfismat TM

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Viðrasson forstjóri TM segir hækkunina athyglisverða og ánægjulega.
Sigurður Viðrasson forstjóri TM segir hækkunina athyglisverða og ánægjulega.
Lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poor's hefur hækkað mat sitt á Tryggingamiðstöðinni úr BB í BB+. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi. Hækkun S&P´s á mati TM er að mínu mati fyrst og fremst viðurkenning á því góða starfi sem starfsfólk félagsins hefur unnið á undanförnum árum. Innleiðing nýrrar stefnu með áherslu á grunnrekstur og áhættustýringu hefur skilað góðum árangri," segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, á vef félagsins.

Sigurður segir að metnaðarfull markmið um umbætur á flestum þáttum rekstrarins hafi gengið eftir, samhliða áherslum um bætta þjónustu við viðskiptavini félagsins. Hækkunin endurspegli þá skoðun S&P´s að TM er öflugt, traust og vel rekið félag

Sigurður segir að hækkunin sé jafnframt athygliverð í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríki á fjármálamörkuðum heimsins. TM sé einn fárra íslenskra aðila sem S&P´s metur og eina íslenska tryggingafélagið. Þetta séu því ekki einungis jákvæðar fréttir fyrir starfsfólk og viðskiptavini TM, heldur einnig fyrir íslenskt efnahagslíf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×