Handbolti

Fimmtán sigrar í röð hjá Kiel

Aron reynir hér að verjast Michael Knudsen í kvöld.
Aron reynir hér að verjast Michael Knudsen í kvöld.
Það er ekkert lát á ótrúlegu gengi liðs Alfreðs Gíslasonar, Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni en liðið vann sinn fimmtánda leik í röð í þýsku deildinni í kvöld.

Kiel er sem sagt búið að vinna alla leiki sína og nágrannalið Flensburg var engin fyrirstaða í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel í kvöld.

Þetta var einnig gott kvöld fyrir Íslendingaliðin Löwen og Füchse Berlin. Löwen er í fimmta sæti en Berlin komst í annað sætið þar sem meistarar Hamburg töpuðu óvænt gegn Lubbecke, 32-31.

Úrslit:

Rhein-Neckar Löwen-Grosswallstadt  30-23

Róbert Gunnarsson komst ekki á blað hjá Löwen frekar en Sverre Jakobsson hjá Grosswallstadt.

Flensburg-Kiel  27-32

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel.

Füchse Berlin-Hannover Burgdorf  28-25

Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Berlin. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 4 mörk fyrir Hannover, Vignir Svavarsson 3 og Hannes Jón Jónsson 2.

Hildesheim-Wetzlar  23-24

Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar.

Bergischer-Lemgo  31-33

Rúnar Kárason komst ekki á blað hjá Bergischer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×