Handbolti

Gummi Gumm með augu í hnakkanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fylgist vel með öllu í undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir HM í Svíþjóð sem er að hefjast á föstudaginn. Guðmudnur er með allt á hreinu og það mætti halda að hann sé með augu í hnakkanum ef fólk skoðar myndbandið hér fyrir ofan.

Guðmnundur var þarna í sjónvarpsviðtali við Hans Steinar Bjarnason á landsliðsæfingu í dag og á meðan voru strákarnir í fótbolta á bak við hann. Í lok viðtalsins verður einhverjum á þau mistök að skjóta boltanum í átt að Guðmundi.

Guðmundur var hinsvegar með allt á hreinu, sló boltann fimlega frá og hélt síðan áfram í viðtalinu eins og ekkert hafi í skorist. Það fylgdi ekki sögunni hvort landliðsþjálfarinn hefði verið með það á hreinu hvaða leikmaður það var sem reyndi að skjóta hann niður.

Strákarnir fljúga til Svíþjóðar í fyrramálið og munu síðan spila sinn fyrsta leik á HM á móti Ungverjum á föstudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×