Viðskipti innlent

Lýsing áfrýjar dómnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lýsing hefur ákveðið ða áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Smákrana ehf gegn félaginu til Hæstaréttar. Í tilkynningu á vef Lýsingar segir að þetta hafi verið ákveðið eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi skoðað forsendur dómsins í samráði við lögmenn félagsins.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag að fjármögnunarleigusamningur sem Lýsing gerði við Smákrana væri ólöglegur. Um væri að ræða gengistryggt íslenskt lán. Sambærilegur dómur féll á dögunum í máli Kraftvélaleigunnar gegn Íslandsbanka.

Milljarðahagsmunir eru í húfi því Lýsing gerði 6500 samninga af þessu tagi við viðskiptavini sína.

Fréttastofa hefur reynt að ná tali af forstjóra Lýsingar í dag, en án árangurs.




Tengdar fréttir

Lýsing tapaði í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að fjármögnunarleigusamningar sem Lýsing gerði við viðskiptavini sína hafi í raun verið gengistryggð íslensk lán. Slíkir samningar hafi því verið ólöglegir. Dómurinn var kveðinn upp í máli sem fyrirtækið Smákranar ehf höfðuðu gegn Lýsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×