Viðskipti innlent

Dohop semur við ástralskt fyrirtæki

Íslenski ferðavefurinn Dohop hefur gert samning við ástralska fyrirtækið HotelsCombined um rekstur íslenskrar hótelleitar á vef Dohop.

Í tilkynningu segir að HotelsCombined hefur um árabil verið leiðandi í þróun samanburðarleitarvélar fyrir hótel á vefnum, sambærilega við flugleit Dohop ber saman verð á flugi frá fjölmörgum ólíkum söluaðilum.

Hótelleitarvélin er á íslensku og sýnir verð frá þrjátíu söluaðilum um allan heim, en þar á meðal eru Hotels.com, Expedia, Booking.com og HRS.

Hinn síðastnefndi, HRS, er einmitt samstarfsaðili flugfélagsins Icelandair þegar kemur að hótelbókunum og þar sem leitarvél Dohop ber verð HRS saman við 29 aðra söluaðila býst Dohop við að geta boðið hagstæðasta verðið á hótelherbergjum hverju sinni.

Hótelleit Dohop, ólíkt öðrum lausnum í boði hérlendis hefur verið þýdd á íslenku að beiðni Dohop og því stendur nú íslenskum ferðalöngum til boða að leita að hagstæðum verðum á hótelum um allan heim, á móðurmálinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×